Brimborg frumsýnir V40 Cross Country

Brimborg frumsýnir Volvo V40 Cross Country á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6. Volvo V40 Cross Country er aflmikill, stórglæsilegur og veghæðin er mikil. Útlitið er nú orðið enn einbeittara með nýju grilli, nýjum Þórshamar LED framljósum og 17“ Keid álfelgum. Volvo V40 Cross Country kostar frá 4.590.000 kr.

Á staðnum verða einnig Volvo V40 R-Design og Volvo S60 Polestar. Volvo S60 Polestar er með 2,0 lítra 367 hestafla bensínvél með túrbínu og supercharger. Togkrafturinn er 470 Nm. Sjálfskiptingin er 8 gíra. Hann býr yfir Borg Warner fjórhjóladrifi. Hröðun 0-100 km = 4.7 sek. 0-200 km = 17.2 sek. Verð 9.490.000 kr.

vcc10255-copy-copy

Comments are closed.