Brimborg innkallar 176 XC90 bíla

Neytendastofa hefur fengið tilkynningu frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 – 2017. Ástæðan er sú að hugsanlegur samsetningargalli á affalsröri fyrir loftkælikerfi (AC) getur leitt til leka inn í bíl. Ef lekur inn í bíl er hætta á rafmagnsbilunum.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg ehf vegna þessarar innköllunar.

VO_03698_XC90T8

Comments are closed.