Byrjað að kynna næstu kynslóð XC90

Markaðsdeild Volvo er farin að auglýsa næstu kynslóð af XC90 jeppanum sem margir eru búnir að bíða spenntir eftir í nokkur ár en þeir ætla að láta sér nægja að byrja á að sýna okkur bílinn að innan.

Þeir sem eru vanir vinnuumhverfinu í gamla 90 bílnum sjá strax að algjör umbylting hefur átt sér stað og hefur Volvo aldrei lagt jafn mikið upp úr lúxus í nokkrum bíl í sögu fyrirtækisins. Það fyrsta sem menn munu væntanlega taka eftir er “spjaldtölvan” sem er komin í miðju mælaborðsins en í gegnum hana verður hægt að stjórna nánast öllu í bílnum og því hefur takkaflóðinu sem fylgir oft nýlegum bílum fækkað verulega.

Sætin verða jafnvel betri en Volvo eigendur hafa kynnst og verður hægt að fá kaldan blástur og einnig sæti sem veita slakandi nudd á meðan maður ekur um.  Í innréttinguna verður notaður sænskur viður og gírstöngin, ræsirofi og útvarpsrofi eru smíðaðir af Orrefors. Allt í þeim tilgangi að veita innra útliti bílsins algjöra sérstöðu.

Markaðsdeild Volvo ætlar að kynna bílinn smátt og smátt í allt sumar en hann verður svo sýndur í ágúst þannig að fylgist með. Við flytjum fréttir af nýja bílnum jafn fljótt og þær berast okkur.

5

Fréttin er lauslega þýdd af fréttasíðu Volvo en fréttina í heild sinni má lesa hér,

Fleiri myndir

Myndbönd

 

Comments are closed.