Byrjun árs verkefnin

Fyrsti stjórnarfundur félagsins er afstaðinn. Kröfur hafa verið sendar í heimabankann og um 300 greiðslur hafa borist fyrir félagsgjaldinu 2024. Þökkum þeim kærlega sem eru tímanlega í að greiða, en það flýtir mikið fyrir skipulagningu og ákvörðunum fyrir rekstur félagsins. Minnum á þá sem eiga eftir að greiða að skoða það á næstu dögum ef möguleiki er á því.

Framleiðsla félagsskírteina er að fara í gang og einnig vinnur félagið að útgáfu afmælistímarits sem hefur verið hugmynd stjórnar í nokkur ár. Hönnun og söfnun frétta er í gangi.

Að venju verðum við með hefðbundna viðburði í ár sem verða vel auglýstir. Safnaferð, Suðurlandsrúntur, sumargrill og mögulegir afmælisrúntar.

 

Comments are closed.