V90 Cross Country Lögreglubílar til Íslands

Örútboði á tilbúnum lögreglubifreiðum fyrir Ísland er lokið. Alls verða 8 Volvo V90 Cross Country pantaðir og miðað við gefnar upplýsingar þá verða þetta sérútbúnir bílar, Polis útgáfa. Þeir fara til lögreglustjóra á: Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austfjörðum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Bílarnir eru 230 hestöfl. Nánar má lesa í frétt af mbl.is þar sem fjallað er um Lesa meira →

Bensín Ofurdagur fyrir Volvomenn

Félagsmenn sem skrá sig í Volvoklúbb Íslands fá sendan bensínlykil frá Orkunni. Orkan í samstarfi við Volvoklúbb Íslands mun bjóða upp á Ofurdag, dagana 3. og 4. febrúar 2017. Þessa daga verður 14 krónu afsláttur fyrir þá sem eru skráðir í hópinn Volvo hjá Orkunni.  Einnig kostar aðeins 2000 kr. þvotturinn á bílinn hjá Bón og Þvottastöðinni. Við hvetjum alla Lesa meira →

Mánudagsmyndin 9. maí

Mánudagsmyndin heldur áfram, en þessi nýi XC90 hefur verið hluti að verkefni frá Volvo sem byrjaði árið 2013 sem felst í því að þróa sjálfstýringu fyrir Volvo bíla. Verkefnið hefst svo opinberlega í prófanahópum með almenningi í byrjun árs 2017.  

P38 úr Ólafsvík

Volvoklúbburinn heldur áfram að safna upplýsingum um eldri volvo bifreiðar undir síðunni “Sagan” – Íslenskir bílar og eigendur. Þar má finna skemmtilegar upplýsingar um níu Volvo bíla á Íslandi. Þeir sem eiga merkilega bíla mega endilega hafa samband við okkur með helstu upplýsingum og myndum. Volvo 245 GL 1979 Marteinn Gunnar Karlsson, fyrrum sjómaður, flutningabílstjóri og veitingamaður í Ólafsvík, átti Lesa meira →

Brimborg innkallar 65 nýja bíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að bifreið getur dáið í akstri eða ekki farið gang vegna eldsneytisskorts þó svo að aksturstölva segi að um 100 km séu í að tankur tæmist og eldsneytismælir sýnir að þrjú Lesa meira →

Volvo C304 og C303

Þessir eðal fornbílar sáust í Hafnarfirði, en þetta eru víst bílarnir Volvo C304 og Volvo C303 samkvæmt bifreiðaskráningu. Volvo C303 sem er 4×4 bíll er 40 ára gamall, kom á götuna 1975 og er 2325 kg. Hann er einnig kallaður Tgb 11. Volvo C304 er 6×6 og er aðeins yngri, eða skráður árið 1977 og er 2745 kg. Hann gengur Lesa meira →

Fjölskylduferð á Hvolsvöll

Laugardaginn 4.júní skelltu nokkrir Volvoáhugamenn sér saman í ferðalag austur á Hvolsvöll. Tilgangur ferðarinnar var að hittast, sjá bifreiðar félagsmanna og hlusta á nokkrar eðal Volvosögur hjá Þór á Eldstó. Bæjarstæðið á Eldstó er skreytt með tveimur glæsilegum Volvobifreiðum og fór Þór yfir sögu þeirra beggja fyrir hópinn. Svo settist hópurinn niður og nærði sig á heimsklassa tertusneiðum. Að þeim Lesa meira →

VIP Volvo Forsýning

Í kvöld var haldin sérstök VIP forsýning á nýja XC90 bílnum frá Volvo. Á sýninguna mættu tæp 400 manns til að bera nýja vagninn augum en mikil leynd hefur verið yfir honum og komu sýningarbílarnir í hálfgerðum huliðsklæðum til landsins þannig að innanbúðarmenn í Brimborg fengu ekki einu sinni forsmekk að því sem væri komið. Sýningin var haldin í Listasafni Lesa meira →

Fleiri afslættir fyrir félagsmenn

Félagsmenn í Volvoklúbbnum fá afslátt hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Nú hafa AB varahlutir, Aðalskoðun og Poulsen bæst í hópinn. Athugið sýna þarf gilt meðlimakort til að nýta afsláttinn. Kíkið á alla afslættina hér. AB varahlutir www.abvarahlutir.is 15% afsláttur af öllum vörum Aðalskoðun www.aðalskodun.is 15% afsláttur af aðalskoðun Poulsen www.poulsen.is 10-20% afsláttur, 40% afsláttur af síum  

Cross Country línan stækkar

Meðan vetur konungur gerir okkur lífið leitt er ekkert skemmtilegra en að láta sig dreyma um að eiga Volvo í XC línunni. Til að byrja með komu þessir bílar eingöngu í 70 línunni frá Volvo og svo fljótlega í 90 línunni. Þeir sem hafa átt bíla í XC útgáfu frá Volvo þekkja þá fyrir afburða aksturseiginleika við erfið skilyrði og Lesa meira →

Merkilegir bílar og eigendur

Nýr liður er hér kominn á vefinn, en undir flipanum “Sagan” er hægt að finna “Íslenskir bílar og eigendur“, en þær er ætlunin að skrifa um sem flesta bíla og eigendur sem okkur þykja merkilegir eða mikilvægir á einhvern hátt. Við hvetjum auðvitað Volvo eigendur eða fyrrum eigendur að senda okkur söguna af sínum bíl ásamt myndum. Fyrsta sagan kemur Lesa meira →

Volvo fræðslumynd sýnd á afmælisdaginn

Það voru rúmlega 30 félagar í Volvoklúbbi Íslands sem hittust á 1. árs afmæli klúbbsins síðastliðinn fimmtudag. Vegleg kaka með merki klúbbsins, volvovöfflur og fleira var í boði fyrir gesti. Skemmtileg fræðslumynd um sögu Volvo var sýnd á tjaldi. Þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna, og Brimborg fyrir að lána salinn.

Mánudagsmyndin 3. nóv

Mánudagsmyndin er Volvo 343 sem var framleiddur á árunum 1976-1990 og var fyrsti nýji bíllinn sem Volvoverksmiðjan í Hollandi framleiddi eftir sameiningu Volvo Car og BV. Bíllinn var vinsæll í Evrópu og var framleiddur í 472.434 eintökum. Mynd: volvocars.com

Byrjað að kynna næstu kynslóð XC90

Markaðsdeild Volvo er farin að auglýsa næstu kynslóð af XC90 jeppanum sem margir eru búnir að bíða spenntir eftir í nokkur ár en þeir ætla að láta sér nægja að byrja á að sýna okkur bílinn að innan. Þeir sem eru vanir vinnuumhverfinu í gamla 90 bílnum sjá strax að algjör umbylting hefur átt sér stað og hefur Volvo aldrei Lesa meira →

Næsta kynslóð barnabílstóla frá Volvo

Volvo eru byrjaðir að kynna næstu kynslóð barnabílstóla. Hugmyndin er svo einföld að það er í sjálfu sér ótrúlegt að engum hafi dottið þetta í hug fyrr. Hver kannast ekki við leiðindin og vesenið að færa þessa stóru og fyrirferðamiklu barnabílstóla á milli bíla þegar verið er að redda foreldrunum með að sækja börnin í leikskólann eða þegar þau eru Lesa meira →

Pistill frá formanni

Kæru Volvoklúbbs félagar Núna er fyrsta formlega starfsár Volvoklúbbs Íslands hafið. Síðasta dag ársins 2013 var haldinn áramótarúntur á vegum klúbbsins þar sem menn hittust við Perluna og óku þaðan hring um bæinn. Það var mjög góð þátttaka og mættu margir á skemmtilegir bílar svæðið. Volvoklúbburinn fékk mikla umfjöllun á mbl.is og átti það þátt í að fleirri mættu en von Lesa meira →

Áramótarúntur Volvoklúbbsins

Fyrsti “óformlegi” rúntur Volvoklúbbsins verður á gamlársdag, 31. desember kl 14:00. Síðustu ár hefur það verið hefð að volvomenn hittist á gamlársdag og beri saman bíla sína. Hugmyndin er að hittast á neðra planinu hjá Perlunni og í framhaldi af því verður tekinn hópakstur um bæinn. Leiðarlýsing: Frá Perlunni keyrum við Bústaðarveg og út á Snorrabraut, beygjum inn á Laugarveg Lesa meira →