Volvo talning í samkomubanni

Nú á meðan samkomubanni stendur eru margar fjölskyldur að ganga um hverfin og telja bangsana í gluggunum sem fólk hefur sett út, en það er mjög vinsælt þessa dagana og góð útivera. Við mælum með því að félagar telji volvobílana í sínu hverfi, taki myndir og deili með okkur. Það má fylgja með póstnúmerið þar sem myndirnar eru teknar. Látum Lesa meira →

Aðalfundur 2020

Þessum viðburði hefur verið frestað. Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Vonumst til að sjá sem flesta. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og ritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að ársgjaldi 2021 Lagabreytingar Önnur Lesa meira →

Íslendingur fann sænska kryppu í hlöðu

Íslendingurinn Guðjón Grétar Aðalsteinsson er búsettur í Svíþjóð (Skáni, Fjälkinge) og starfar þar sem smiður, rekur eigið fyrirtæki og lærir verkfræði í Háskóla. Þar til nýlega var hann ekki með bíladellu, en hann var á Elgs og villisvínaveiðum í Svíþjóð, nálægt Fagerhult í Smálöndum, í leit að næstu bráð. Hann var að gangi nærri skógi og fann þar hlöðu sem Lesa meira →

Volvo 142 í uppgerð

Birgir Örn Birgisson (f.1959) hefur nýlega fest kaup á hvítum Volvo 142 sem var áður í eigu Benedikts Gunnars Sigurðssonar, og síðar hjá syni hans. Benedikt kaupir bílinn nýjan um haustið 1970 og er bílinn 1971 módel, tveggja dyra og var keyptur í Velti á sínum tíma. Bílinn bar númerið X-1295. Sonur  Benedikts eignaðist síðar bílinn og var með hann Lesa meira →

Sænska sendiráðið á Íslandi selur Volvo XC60

Sænska sendiráðið á Íslandi óskar eftir tilboðum í Volvo XC60 D5 árgerð 2011. Um er að ræða lokað útboð og er lágmarksboð 2,3 milljónir. Bíllinn er með lítið tjón á sem er metið á 275.000 kr. Bílinn er aðeins ekinn 59.000 km. Nánari upplýsingar hjá Lars,  861 8822 eða 520 1230. Netfangl: lars.persson@gov.se Einnig eru frekari upplýsingar á bland.is.

Stórglæsilegur Volvo 264 á Íslandi

Við segjum nú frá einum einstökum og glæsilegum Volvo 264 GL árgerð 1982. Bíllinn var nýlega boðinn til sölu á Fésbókarsíðu Volvoklúbbsins á litlar 500 þúsund krónur. Aksturinn aðeins 59.000 km í upphafi árs 2020. Bílinn ber númerið G-1378. Bílinn virðist í algjörum sérflokki, leður á sætum og sjálfskiptur. Bílinn var sunnudagsbíll hjá fyrstu eigendum bílsins og sparlega farið með Lesa meira →

Nýtt volvo ár

Kæru félagsmenn. Volvoklúbbur Íslands hefur nú sent út félagsgjöldin fyrir árið 2020 og hefur gjaldið haldist óbreytt frá stofnun félagsins síðan 2013, eða aðeins 2000 kr. árgjald. Gjalddaginn er 1. febrúar og eindaginn er 15. febrúar. Það stefnir í met ár hvað varðar félagsmenn en síðustu árin hefur aukist jafnt og þétt hjá okkur og eru núna rúmlega 240 félagsmenn Lesa meira →

Áramótaakstri 2019 lokið

Félagar í Volvoklúbbi Íslands kvöddu árið að vanda með hópakstri og spjalli. Þetta er fyrir marga ómissandi partur af síðasta degi ársins. Þeir sem þekkja vel til telja þetta hafa verið fimmtánda árið sem slíkur akstur hefur verið haldinn, óformlega og formlega eftir að Volvoklúbbur Íslands var stofnaður haustið 2013. Dagurinn var frekar blautur og kaldur, en það hefur verið Lesa meira →

Áramótaakstur 2019

Að vanda hittast volvo áhugamenn og konur á gamlársdag. Volvoklúbburinn stendur fyrir viðburði 31. desember, kl. 13:00 við Skautasvellið í Laugardal. Ekið verður af stað 13:20. Akstursleið: Ekið verður Engjaveginn að Glæsibæ og út Gnoðarvoginn að MS. Ekið upp að Miklubraut, að Bíldshöfða og ekið fram hjá Brimborg að Höfðabakka. Ekið upp að Bæjarhálsi, beygt inn Hraubæ og ekið út Lesa meira →

MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi í samstarf við Bleiku slaufuna í sjötta sinn

Undanfarin 5 ár hefur hluti af söluágóða Nokian gæðadekkja hjá MAX1 runnið til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi ganga nú til samstarfs við Bleiku slaufuna í sjötta sinn. MAX1 er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og er sérlega ánægjulegt að fá að halda farsælu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands áfram. Allt frá upphafi samstarfsins hafa viðskiptavinir og starfsmenn Lesa meira →

Flottasti útfararbíll landsins er Volvo V90

Útfararstofa Kirkjugarðanna pantaði fyrir tæpu ári síðan sérhannaðan Volvo V90 fyrir útfararþjónustu. Bíllinn var breyttur hjá Nilsson í Svíþjóð, en bílinn er 85 cm lengri en venjulegur V90 bíll og getur tekið tvær kistur. Bíllinn er nýlega kominn til landsins og bíður nú tollafgreiðslu. Bíllinn er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður.

Kvöldrúntur með Fornbílaklúbbnum

Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir Lesa meira →

Uppfærð afsláttarkjör hjá Orkunni

Volvofélagar fá nú meiri afslátt hjá Orkunni samkvæmt nýju samkomulagi. Afslátturinn er nú 11 kr. Hjá Orkunni (fyrir utan lægstu stöðvarnar þrjár þar sem afsláttur gildir ekki). Ein króna af hverjum lítra rennur til Volvoklúbbs Íslands. Skrifa þarf volvo í reitinn hópur í umsóknarferli. Hægt er að sækja um aðild á Orkan.is.

Fjölskyldugrill í Gufunesbæ

Okkar árlega Volvo-grill verður haldið á mánudaginn kemur, þann 22. júlí fyrir félagsmenn. Í ár ætlum við að hittast á nýjum stað, nánar tiltekið í Gufunesbæ í Grafarvogi. Mæting kl. 18:30, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti. Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, svo endilega komið með fjölskylduna á þennan viðburð. Grillið er Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 1. júní

Laugardaginn 1.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir stuttri hópferð um Suðurlandið. Þetta var í sjötta skiptið sem þessi ferð er farin og fyrir suma er þetta orðinn fastur liður í að hefja ferðasumarið. Skipuleggjendur ferðarinnar voru ekki bjartsýnir á góða mætingu þegar í ljós kom að ferðin var farin í samkeppni við flugdaginn, sjómannahelgina og litahlaup en vegna fyrri reynslu á Lesa meira →

Hópakstur um Suðurland

Nú er komið að árlegri ferð um Suðurlandið með Volvoklúbbi Íslands. Ferðin hefur verið farin undanfarin ár og endar á Hvolsvelli. Ferðadagurinn er laugardagurinn 1. júní næstkomandi. Tilvalið að taka fjölskylduna með í þennan akstur eða sameinast í bíla. Þrír félagar úr stjórn klúbbsins munu mæta í ferðina. Brottför frá Shell við Vesturlandsveg stundvíslega klukkan 11:00. Brottför frá N1 Selfossi Lesa meira →

Að heimsækja Volvo – Ferð til Gautaborgar

Þann 27.apríl síðastliðinn heimsótti einn stjórnarmeðlimur Volvoklúbbsins verksmiðju Volvo í Gautaborg. Tekið er á móti hópnum í Visitor Center, þar stóðu nýjir Volvo XC40 og S60 ásamt gömlum Amazon. Í Visitor Center eru einnig afhentir nýjir bílar en á sumum mörkuðum er hægt að óska eftir að fá nýja bíla afhenta í Gautaborg, fá kennslu og prufurúnt á bílnum áður Lesa meira →

Fleiri myndir frá Borgarnesferðinni

Um sl. helgi var fyrsti viðburður sumarsins hjá okkur. Mætingin var góð og hjálpaði eflaust að sólin skein og var gott veður til aksturs þrátt fyrir smá kulda og blástur. Við höfum heyrt frá nokkrum sem fóru í ferðina, og var almenn ánægja með þennan viðburð, sem hefur fest sig í sessi hjá okkur síðustu árin. Við fengum myndir frá Lesa meira →

Hópakstur í Borgarnes

Það er komið að fyrsta viðburði sumarsins hjá klúbbinum. Okkar árlega ferð á Bifhjóla og fornbílasýningu í Borgarnesi  verður farin laugardaginn 11. maí 2019. Við munum hittast á Bílastæði  Bauhaus kl. 11:50 og hefja akstur kl. 12:10. Öllum Volvo bílum óháð aldri er frjálst að mæta. Núna er auðvitað frítt í göngin og einnig frítt inn á sýninguna. Volvo fornbílum Lesa meira →

Félagsskírteini berast eftir helgi

Búið er að pressa yfir 200 félagsskírteini og voru þau send til dreifingaraðila í síðustu viku. Búast má við að skírteinin berist til félaga núna eftir helgina með póstinum. Gerð félagsskírteina er langt ferli, frá hönnun, til samþykktar, til framleiðslu, til pökkunar, og loks til dreifingar. Við fá oft fyrirspurnir varðandi skírteinin og reynum að áætla tímasetninguna, en vanalegast berast Lesa meira →

Aðalfundi lokið

Aðalfundur félagsins var haldinn í kvöld. Aðalmenn í stjórn sita áfram en tveir nýjir varamenn voru kosnir í stjórn. Þrjú framboð í bárust í varastjórn og reyndist eitt þeirra ólöglegt. Tólf manns voru á fundinum í dag og telst það ágæt mæting miðað við síðustu ár. Ein breyting á samþykktum félagins var samþykkt, og eins var samþykkt að félagsgjald haldist Lesa meira →

Minnum á aðalfundinn 1. apríl

Aðalfundur félagsins verður haldinn 1. apríl 2019, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6.  Gengið inn að framanverðu og niður tröppur. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Auglýst er eftir framboðum varamanna í stjórn félagsins og nefndir. Lagabreytingatillögur og framboð þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Vonumst til að sjá sem flesta. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársreikningar Lesa meira →

Aðalfundur 1. apríl 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn 1. apríl 2019, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6.  Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Auglýst er eftir framboðum varamanna í stjórn félagsins. Lagabreytingatillögur og framboð þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Vonumst til að sjá sem flesta.   Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að Lesa meira →

Volvo S80 hættir akstri eftir 13 ár hjá lögreglunni

Umferðardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur hætt notkun á Volvo S80, merktum nr. 263 eftir dygga þjónustu í 13 ár. Bílinn er nú ekinn um 360 þúsund kílómetra og hefur lengst af verið varabíll hjá umferðardeildinni þegar ekki hefur verið hægt að fara út á mótorhjólum. Lögreglan greinir frá því að bíllinn hafi bilað mjög lítið á þessum tíma og reynst Lesa meira →

Leitum af forsíðumynd í nýtt Volvoblað

Volvoklúbbur Íslands er með í undirbúningi að gefa út afmælisrit á þessu ári. Við leitum nú til félagsmanna um góða forsíðumynd á blaðið og eins efni og myndum fyrir blaðið. Við biðjum þá sem hafa næmt auga fyrir myndatöku að senda okkur mynd af sínum volvobíl. Sérstök valnefnd stjórnar klúbbsins velur svo úr bestu myndina á forsíðu blaðsins. Myndir sem Lesa meira →