Suðurlandsrúnturinn 2021

Um síðastliðna helgi var farin árleg ferð Volvoklúbbsins um suðurlandið. Eins og venjan er þá hittist hópurinn við gömlu Shell stöðina við Vesturlandsveg á laugardagsmorgni. Það var heldur fámennt í ár enda helgin undirlögð af útskriftarveislum og veðurguðirnir ekki hliðhollir okkur þetta árið. Næsta stopp var N1 planið á Selfossi og þar biðu hópsins tveir stórglæsilegir 240 bílar sem líta Lesa meira →

Laugardagsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Næstkomandi laugardag (29.maí) stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri ferð sinni um Suðurlandið. Þessi ferð hefur verið fastur liður hjá klúbbnum frá stofnun hans og verið mjög vel sótt bæði af meðlimum klúbbsins og oftar en ekki fólk sem ekki er í klúbbnum sem flýtur með enda ekki gerð nein krafa um að vera meðlimur til að taka þátt. Eins og Lesa meira →

Reykjanes safnarúntur laugardaginn 15. maí

Laugardaginn 15. maí næstkomandi ætlar Volvoklúbbur Íslands að standa fyrir hópferð og skoða söfn á Reykjanesinu og vonumst við til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Stefnan er að hittast kl. 10:45 við bílastæði Icelandair í Hafnarfirði, Flugvellir 1, frá Ásbraut, og keyra þaðan í hópakstri á Slökkviliðsminjasafn Íslands, Njarðarbraut 3, Keflavík. Eftir að búið er að Lesa meira →

Breytingar í stjórn félagsins

Við héldum aðalfund félagsins í síðustu viku og voru nokkrar breytingar á stjórn félagsins í kjölfar kosninga. Guðjón Davíðsson og Davíð Sigvaldason komu inn í aðalstjórn en Guðjón hafði áður verið varamaður. Oddur og Hafsteinn fór úr aðalstjórn og í varastjórn. Kjartan Guðjónsson gaf ekki kost á sér til varamanns. Ársreikningur og skýrsla stjórnar var lesin upp og samþykkt. Aldrei Lesa meira →

Minnum á aðalfundinn 17. mars – óskað eftir framboðum

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Drykkir í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Óskað er eftir framboðum í stjórn og varastjórn. Framboðum skal skila í pósthólfið postur(hja)volvoklubbur.is Lesa meira →

Aðalfundur 2021 – 17. mars

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 17. mars kl. 18:00,  í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Minnum á gildandi sóttvarnarreglur og persónulegar sóttvarnir. Vonumst til að sjá sem flesta. Skráning á viðburðinn er á fésbókarsíðunni okkar. Lesa meira →

Volvo 240 á Héraði

Við segjum frá einum klassískum fjölskyldubíl með sögu sem margir tengja við. Volvo 240 GL árgerð 1987 sem er í áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigandi bílsins er ungur og fékk hann hjá ömmu sinni og afa. Bílinn var aftur settur á götuna í ágúst 2020 eftir að hafa verið lagt árið 2007 þegar annar bíll kom á heimilið. Bílinn Lesa meira →

Félagsskírteini, næla og fréttabréf

Kæru félagsmenn. Skírteini ársins 2021 er farin úr prentun og í póstinn. Flestir ættu að fá þetta í dag eða á næstu dögum, eftir dreifingar leiðum póstsins. Með félagsskírteininu í ár fylgir Volvo næla, innflutt af umboðinu á Íslandi og keypt af Volvoklúbbinum. Einnig fylgir árlegt fréttabréf sem verður einnig rafrænt á heimasíðunni okkar. Við ákváðum á stjórnarfundi á síðasta Lesa meira →

Yfir 660 volvo ljósmyndir hér á vefnum

Frá því Volvoklúbbur Íslands var stofnaður um haustið 2013 þá hafa verið haldnir um 5-7 viðburðir ár hvert. Við höfum reynt að taka ljósmyndir á öllum okkar viðburðum og geymum við þær myndir hér á síðunni undir flipanum “Félagsstarfið“.  Myndirnar eru ekki alveg í tímaröð en þær eru merktar með ártali og viðburði. Endilega kíkið á þetta ljósmyndasafn okkar, sem Lesa meira →

Glæsilegur Amazon til sölu

Það er ekki í hverri viku sem fornbílaeigendum býðst að kaupa Volvo Amazon á Íslandi. Í dag er einn slíkur til sölu, Volvo Amazon árgerð 1966. Bílinn er með B-23 vél og 5 gíra kassa með MSD kveiku. Nýtt púst frá grein og aftur. Ásett verð er 1 milljón króna. Eigin þyngd bílsins er 1180 kg. Bíllinn er með númer Lesa meira →

Gleðilegt nýtt ár

Stjórn Volvoklúbbs Íslands óskar öllum félagsmönnum gleðilegs nýs árs. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu. Við höfum nú sent út greiðsluseðla í heimabankann sem er á gjalddaga 4. janúar 2021 og eindaga 15. janúar 2021. Við hvetjum félagsmenn til að greiða tímanlega svo hægt verið að senda út félagskírteini og glaðning til sem flestra í einu. Búið er að hanna ný Lesa meira →

Vel mætt í áramótaaksturinn

Við vorum með síðasta viðburð ársins í dag, gamlársdag. Það voru 14 glæsilegir Volvo bílar sem mættu í Laugardalinn, þar sem við höfum byrjað aksturinn síðustu árin. Eftir gott spjall var ekið af stað Múlaveginn út úr Laugardalnum út á næstu hraðbraut. Fyrsta stopp var í Grafarvogi við Borgarholtsskóla. Mjög vel gekk að halda röðina í þessum akstri og skiluðu Lesa meira →

Áramótaakstur á gamlársdag

Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo Lesa meira →

Áramótapistill formanns

Kæru Volvo félagar. Nú þegar árið er á enda þá er vert að líta yfir farinn veg. Út af dálitlu þá náðist ekki að halda alla viðburði eins og hefð hefur verið undanfarin ár. Náðum að skjóta inn aðalfundi 7. maí, Hvolsvallarúnt í júní (Suðurlandsrúnt),grilli hjá Óla Árna í júlí og fengum að sjá framgang á hans verkefni LV63. Ekki Lesa meira →

Volvo S60 Polestar til sölu

Einn öflugasti Volvo landsins bíðst nú á frábærum kjörum hjá Brimborg, þar er hægt að setja hvaða bíl sem er á 750.000 kr. uppí bílinn, það eina sem þarf er að bíllinn uppí sé á númerum, skoðaður og ökufær. Volvo S60 Polestar, Fjórhjóladrifinn 367 hestafla sjálfskiptur bensínbíll. Glæsilegur og einstakur bíll. Hann er búinn Borg Warner fjórhjóladrifi, 2,0 lítra vél Lesa meira →

Volvoklúbburinn orðinn 7 ára

Kæru félagar. Félagið okkar er nú orðið 7 ára, en Volvoklúbbur Íslands var formlega stofnaður þann 13. nóvember árið 2013 með fjölmennum stofnfundi. Við héldum síðast upp á 5 ára afmæli félagsins, en sökum stöðunnar í þjóðfélaginu þá verður ekki haldið upp á afmæli í ár með hittingi. Við höfum haldið um 40-50 viðburði frá stofnun félagsins, og erum bjartsýnir Lesa meira →

Félagsskírteini 2020 og 2021

Kæru félagar. Í dag sendum við síðustu skírteinin til meðlima fyrir árið 2020 frá okkur. Við erum með nokkur skírteini sem hafa ekki skilað sér á rétta staði og fengum endursend. Við ætlum að senda þau á nýjustu heimilisföng samkvæmt þjóðskrá. Um næstu mánaðarmót sendum við kröfu vegna árgjalds í félagið fyrir árið 2021. Það er fyrr en við erum Lesa meira →

Notum gjöfina frá Volvo

Það eru ekki allir sem vita að 3ja punkta öryggisbeltið er uppfinning starfsmanns hjá Volvo.  Árið 1959 kynnti Nils Bohlin hugmynd og hönnun sína á 3 punkta öryggisbeltinu. Sagan segir að Volvo sá svo mikið öryggi í þessari hönnun að það var ákveðið að sækja ekki um einkaleyfi heldur gáfu þeir þessa hugmynd áfram í von um að allir bílaframleiðendur Lesa meira →

Skúrahittingur – 1929 árgerð af Volvo vörubíl

Volvoklúbbur Íslands bauð meðlimum sínum að heimsækja Óla Árna en hann hefur síðustu tvö ár verið að endurgera 1929 árgerð af Volvo vörubíl sem hann flutti heim frá Svíþjóð. Þetta er framhaldsheimsókn en klúbburinn stóð fyrir sama skúrahittingi fyrir tveimur árum og því mjög gaman að koma aftur og sjá hvað mikið var búið að gera fyrir bílinn. Bíllinn er Lesa meira →

Hittingur og grill 1. júlí

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og grilli miðvikudaginn 1. júlí 18:30.  Hittst verður við Gullsléttu 12 (áður Lækjarmelur 12 við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg. Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Ólafur hefur síðustu ár verið að gera Lesa meira →

Hópferð Volvoklúbbs Íslands á Hvolsvöll

Sunnudaginn 7.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð um suðurlandið. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá stofnun klúbbsins og fer hópurinn stækkandi með hverju ári. Í þetta skipti lögðu af stað 10 bílar frá Reykjavík og óku í halarófu á Selfoss þar sem 5 bílar biðu á planinu fyrir aftan N1. Smá töf varð á brottför frá Selfossi þar sem á Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn á morgun, 7. júní

Volvoklúbbur Íslands ætlar að fá sér góðan bíltúr um Suðurlandið, sunnudaginn 7.júní. Eins og venjulega er upphafspunktur ferðarinnar við Shell við Vesturlandsveg og brottför fljótlega upp úr kl.11:00. Við tökum svo stutt stopp við N1 á Selfossi en þar hafa alla jafna bæst við nokkrir gullmolar síðustu ár. Frá Selfossi liggur síðan leiðin beint á Hvolsvöll þar sem við reynum Lesa meira →

Keyrður í sína eigin jarðaför í eigin Volvo 240

Volvo dýrkun og ást er erfitt að mæla. En hér er saga sem Friðrik Elís Ásmundsson skrifar á Volvo240fan síðu á facebook og við fengum leyfi til að birta. Þessi magnaða og hjartnæma saga verður að fá vera sögð öllum Volvo áhugamönnum. Sigurpáll Árnason, afi Friðriks fæddist í Ketur í Hegranesi. Hann var kaupmaður í versluninni Lundi í Varmahlíð og Lesa meira →

Árlegur Suðurlandsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Sunnudaginn 7.júni stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri hópferð um Suðurlandið. Þetta er rótgróinn viðburður og verður þetta í áttunda skipti sem þessi viðburður er haldinn og margir sem hafa mætt í öll skiptin. Brottför verður að venju við Shellstöðina við Vesturlandsveg og keyrt í halarófu til Hvolsvallar með stuttu stoppi á Selfossi. Í ár ætlum við að bjóða upp á smá Lesa meira →

Aðalfundur 2020 – 7. maí

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00,   í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Pössum 2 metra regluna, sleppum því að heilsast. Athugið breyttan fundartíma og breytta staðsetningu, en fundinum var frestað vegna Covid19. Lesa meira →