Volvo gjafavörur til sölu á Íslandi

Brimborg hefur nú auglýst volvo gjafavörur til sölu og geta félagar í Volvoklúbbi Íslands mætt þar með félagskírteini og fengið afslátt af þessum vönduðu vörum. Mikil áhersla er lögð á endurskin í þessum vörum.  Hægt að skoða vörur í sýningarsal Brimborgar eða panta í gegnum tölvupóst volvomottaka@brimborg.is. Tryggjum að gangandi, leikandi og hjólandi að sjáist vel núna í skammdeginu. Fótbolti Lesa meira →

Vel heppnaður afmælisakstur 240 og 740 bíla

Í gær, laugardaginn 7. september stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir afmælisakstri til að heiðra Volvo 240 og Volvo 740 bílana sem áttu 50 ára og 40 ára afmæli. Við hittumst upp á Höfða og áttum gott spjall fram að akstrinum. Nokkrir bílar sem ekki hafa komið áður í viðburði félagsins voru í hópnum og er alltaf spennandi að sjá slíka bíla Lesa meira →

Afsláttur hjá Bílanaust fyrir félagsmenn Volvoklúbbsins

Félagar Volvoklúbbs Íslands geta nú fengið 15% afslátt hjá Bílanaust um allt land. Framvísið félagsskírteini og kynnið ykkur afsláttinn sem í boði er. Þökkum Bílanaust kærlega fyrir kjörin fyrir okkar félagsmenn. Fleiri afslættir hér á síðunni Tilboð og afslættir. Bílanaust, Bíldshöfða 12.  S: 535-900 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga: KL 8:00 – 18:00 Laugardögum: KL 10:00 – 16:00 Afslátturinn er heilt Lesa meira →

Afsláttur og fríðindi hjá Automatic ehf hjá félögum Volvoklúbbsins

Volvoklúbburinn hefur fengið afsláttarkjör fyrir félagsmenn hjá Automatic ehf. Endilega kynnið ykkur afsláttarkjör þar og hafið skírteini félagsins með í för. Fleiri afslætti má finna á síðunni okkar, Tilboð og afslættir. Þökkum Automatic kærlega fyrir fríðindin til okkar félagsmanna. Automatic ehf. Smiðjuvegur 42, Kópavogi – Rauð gata. Stakkahraun 1, 220 Hafnarfjörður. Sími 512-3030.  pantanir@automatic.is Opnunartími: Virka daga 08:00 – 17:00, Lesa meira →

Forstjóri Volvo Cars fékk afhent afmælistímarit Volvoklúbbsins

Forstjóri Volvo Cars, Jim Rowan hefur fengið afhent fyrsta tímarit Volvoklúbbs Íslands, afmælistímaritið sem út var gefið í vor. Eins og mörgum er kunnugt þá var viðburður haldinn í Gautaborg dagana 22.-23 ágúst á vegum Volvoklúbbs Íslands og hafa komið fréttaskot af þeirri ferð hér á síðunni. Við undirbúning viðburðar fengum við aðstoð frá Ellen Björnsdóttur, en hún er íslendingur Lesa meira →

Gamla auglýsingin – Bílagallerý Faxafeni 8

Margir eiga eflaust minningar þegar Brimborg var í Faxafeni 8 og opnaði þar glæsilegan 1000 fm sýningarsal sem þeir kölluðu Bílagallerý. Árið 1989 var hægt að kaupa glænýjan Volvo 740, Volvo 240 og Volvo 440 beint úr þessum sýningarsal. Í apríl 1989 var Volvo 440 frumsýndur á Íslandi og seldust 32 eintök af bílnum þá helgi og var hann metsölubíll Lesa meira →

Seinni dagur safnaferðar í Svíþjóð

Hópurinn í safnaferð Volvoklúbbsins átti frábæran dag í Gautaborg, þrátt fyrir að einhver rigning hafi látið sjá sig. Í byrjun dags var farið á stað þar sem hægt var að skoða arfleið volvo bíla, og margir af elstu bílum Volvo eru þar í geymslu. Eftir þessa frábæru safnaferð fór hópurinn í hádegis mat í Volvo Car höfuðstöðvunum í Gautaborg. Síðdegis Lesa meira →

Safnaferð Volvoklúbbsins í fullum gangi í Svíþjóð

Félagar og formaður Volvoklúbbs Íslands hafa nú flestir spókað sig um í Gautaborg í Svíþjóð í nokkra daga, en annar aðaldagurinn sem skipulagður var af Volvoklúbbnum var haldinn í dag. Nýja World of Volvo upplifunarsafnið var heimsótt og var mikil ánægja með upplifunina þar. Annar viðburður dagsins var í vöruhús volvo og vakti það einnig lukku. Það er ekki staður Lesa meira →

Safnaferð til Gautaborgar 21.-23. ágúst 2024

Í mörg ár hefur verið létt umræða um safnaferð til Svíþjóðar á meðal stjórnarmanna Volvoklúbbs Íslands og annara félagsmanna. Stjórnin ákvað svo sl. haust að taka slaginn og skipuleggja viðburði í Gautaborg, og hefur Ragnar formaður tekið allan hitann af þessari ferð og séð um skipulag og samskipti. Fyrirfram vissum við ekki hversu margir hefðu áhuga á slíkri ferð, ákveðið Lesa meira →

50 ára afmælisakstur Volvo 240 og 40 ára Volvo 740

Fyrir sléttum 10 árum síðan vorum við með frábæran viðburð vegna 40 ára afmælis volvo 240 bílana og nú ætlum við að endurtaka leikinn með tvöföldu afmæli Volvo 240 sem er nú 50 ára og Volvo 740 sem er 40 ára. Við vonumst til þess að orðið berist til allra eigenda Volvo 240 og Volvo 740 hér á landi og Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 240 árgerð 1980 til sölu

Þessi glæsilegi Volvo 244GL hefur nú verið auglýstur til sölu. Bíllinn er árgerð 1980, sjálfskiptur og með númeri U1980.  Aksturinn aðeins 143.000 km og ásett verð 500.000 kr. Bíllinn er staðsettur á Djúpavogi á Austurlandi. Nánari upplýsingar hjá Emil í síma 8610040. Þennan bíl kannast einhverjir félagar Volvoklúbbsins við, en hann kom á safnaviðburð á Reykjanesi fyrir nokkrum árum og Lesa meira →

Norskir volvobílar hjá Lögreglunni í gegnum árin

Norska fyrirtækið Simarud Electronic AS hefur sett saman um 5000 lögreglubíla frá árinu 1974. Þar á meðal fjölmargir Volvo bílar, meðal annars 240, 245, 740, 940 og fleiri tegundir. Volvo 245 bílarnir voru sérstaklega útbúnir til að fara með hunda og annan sérútbúnað. Eins og við þekkjum hér á Íslandi þá tók Lögregluembættið inn fjölmarga Volvo bíla í gegnum árin Lesa meira →

Hollenskur Volvo Duett á ferð um landið

Þessi glæsilegi Volvo Duett hefur sést síðustu daga á ferð um Ísland. Sögunni fylgir að eigandinn sé Hollendingur sem átt hafi bílinn í 49 ár. Eigandinn hefur keyrt bílinn um allan heim, yfir Bandaríkin endilöng og Pan-American leiðina sem frá Suður Ameríku til Norður Ameríku. Einnig um Nýja Sjáland og eflaust mun víðar. Bíllinn kom að sjálfsögðu með Norrænu ferjunni Lesa meira →

Vel heppnuð grillveisla í júlí

Fyrstu grillveislu sumarsins er lokið hjá okkur og voru tæplega 30 félagar sem sáu sér fært að mæta ásamt fjölskyldu. Við vorum í Gufunesbæ í Grafarvogi og leigðum aðstöðuna þar. Veður var milt og gott og ekki yfir neinu að kvarta. Ingólfur var grillmeistari eins og áður og fjórir stjórnarmenn voru á svæðinu til að spjalla við gestina og aðstoða. Lesa meira →

Grill í Grafarvogi – Gufunesbæ

Árlega Volvo-grillið verður haldið þriðjudaginn 16. júlí og er fyrir félagsmenn okkar. Við höfum bókað grillsvæðið í Gufunesbæ í Grafarvogi, en við vorum síðast þar fyrir 5 árum. Veðurspáin er ágæt, og er gert ráð fyrir þurru veðri. Mæting kl. 18:00, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti. Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, Lesa meira →

Volvo árekstrarprófun á EX90 og EX30 – myndband!

Áður en Volvo setti EX90 á markaðinn, lagði sænski bílaframleiðandinn (þegar þekktur sem brautryðjandi í öryggismálum) ítrekað áherslu á hversu mikla vinnu hann hefði lagt í að hækka öryggið í nýjum rafjeppa sínum. Fyrirtækið gerði slíkt hið sama þegar EX30 var settur á markaðinn. Til að sanna öryggi EX30, þá framkvæmdi árekstrarprófunarstofa Volvo hliðaráreksturspróf þar sem stærsti bíllinn, EX90, keyrði Lesa meira →

Fleiri myndir frá Safnaferðinni um Suðurland

Við höfum bætt við fleiri myndum af okkar frábæru safnaferð um Suðurland sem farin var laugardaginn 18. maí. Eknir voru rúmlega 300 kílómetra leið fyrir þessa ferð en það stoppaði ekki félagsmenn og var mæting mjög fín. Við vorum að auki heppin með veður þessa Hvítasunnuhelgi svo útsýnið á leiðin var frábært, vel sást til Vestmannaeyja og einnig í jöklana Lesa meira →

Safnarúnturinn 2024

Þann 18.maí var Volvoklúbbur Íslands í fjórða skipti með Safnarúntinn. Þessi viðburður hefur verið vinsæll meðal félagsmanna í öll skiptin og var hann sérstaklega vel heppnaður í ár. Vel yfir 20 manns á 11 bílum tóku þátt í viðburðinum en í ár hafði stjórnin smá áhyggjur af því að mikill akstur myndi draga úr áhuga félagsmanna en sá ótti reyndist Lesa meira →

Volvo 300 serían

Þegar þú hugsar um klassíska bíla frá Volvo, hvaða gerðir koma upp í hugann? Sennilega Amazon,  P1800 ES og 240, 740 eða 960. Volvo 300 serían, sem var framleidd í Hollandi á árunum 1976 til 1991 gleymist oft. Þar sem það var þegar til 100 sería og frá 1974 einnig 200 sería, valdi Volvo næstu hundraða röðina fyrir nýju gerðina. Lesa meira →

Safnarúnturinn 2024

Það styttist óðum í safnarúnt Volvoklúbbs Íslands en þetta verður í fjórða skiptið sem við í stjórninni skipuleggjum safnarúnt fyrir félagsmenn okkar. Þar sem leið okkar liggur um kunnuglegar slóðir þetta árið þá ætlum við að sameina safnarúntinn við elsta virka viðburðinn okkar sem er Suðurlandsrúnturinn. Áður en við heimsækjum Eldstó ætlum við samt að kynna okkur söfnin á Skógum Lesa meira →

Sænska Torslanda Volvoverksmiðjan 60 ára

Verksmiðja Volvo í Svíþjóð, Torslanda, er orðin 60 ára. Verksmiðjan var vígð árið 1964 af Gustav VI Adolf konungi. Meira en 9 milljónir Volvo bíla hafa verið framleiddur í verksmiðjunni, en hún er nú skilvirkari en nokkru sinni áður. Í dag getur verksmiðjan framleitt 290.000 bíla á einu ári eða um 60 bíla á klukkustund. Starfsmenn eru á þremur vöktum Lesa meira →

Afmælistímarit komið í póstdreifingu

Kæru félagar. Um leið og við sendum ykkur sumarkveðju þá gleður okkur að tilkynna að gjöf ársins 2024 er nú komin í dreifingu hjá póstinum. Á allra næstu dögum og eflaust í byrjun næstu viku munu okkar félagsmenn fá A4 umslag frá okkur. Um er að ræða afmælisritið sem stjórn félagsins hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði. Við vorum Lesa meira →

Ertu með breytt heimilisfang?

Við skráningu í félagið búum við til sérstakan félagalista, og þaðan eru stofnaðar kröfur útfrá kennitölu. Við notum því heimilisfang við skráningu þegar við sendum út skírteini og gjafir félagsmanna. Það er því mikilvægt að senda okkur póst ef heimilisfang breytist hjá skráðum félaga. Erum ekki beintengdir við þjóðskrá og töluverð sjálfvirkni í stofnun krafna í heimabankanum. Endilega hafið samband, Lesa meira →

Góð mæting á frábæran viðburð í Brimborg

Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir skemmtilegum viðburði í dag, þegar forstjóri Brimborgar flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbsins afhenti síðan félagsmönnum nýtt afmælisrit sem er nýkomið úr prentun. Glæsilegar veitingar voru í boði Brimborgar. Þetta var fyrsti vorviðburður félagsins eftir aðalfundinn. Við afhentum tæplega 40 blöð og fékk forstjóri Brimborgar fyrsta einktakið. Í næstu viku förum við með tímaritið í Lesa meira →

Viðburður á laugardaginn – forstjóri Brimborgar með fyrirlestur

Minnum á næsta viðburð félagsins. Í samstarfi við Brimborg þá fáum við fyrirlestur frá forstjóra Brimborgar, sem ber heitið “Af hverju hætti Volvo framleiðslu á dísilbílum?”. Umræður verða eftir fyrirlesturinn og einnig verður hægt að skoða nýja volvo bíla í salnum og reynslukeyra.  Húsið opnar kl. 11:00 og hefst fyrirlestur kl. 11:10. Eftir umræður afhendum við nýtt afmælistímarit Volvoklúbbs Íslands Lesa meira →

Frumsýningarveisla í Brimborg

Við hvetjum félagsmenn til að taka frá laugardaginn 13.apríl en þá ætlum við að frumsýna og afhenda þeim félagsmönnum sem mæta veglegt afmælisrit Volvoklúbbs Íslands. Tímaritið er búið að vera í vinnslu hjá stjórn klúbbsins meira og minna í allan vetur og erum við mjög stoltir af afrakstrinum og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og Lesa meira →

Félagi fallinn frá

Við minnumst góðs félaga sem féll nýlega frá eftir baráttu við erfið veikindi undanfarin ár. Félagi okkar, Símon S. Wiium, Mánatúni 15, lést 19. mars sl. og hefur útförin farið fram í kyrrþey.  Símon var félagsmaður frá stofnun Volvoklúbbsins og mætti iðulega meðan heilsan leyfði á viðburði félagsins, áramótaakstur og aðalfundi. Sendum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Volvoklúbbs Íslands.

Opið fyrir nýskráningar félagsmanna

Á hverju ári hönnum við nýtt félagsskírteini sem sent er svo til félagsmanna, vanalega á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrir marga er þetta mikil spenna að sjá hvaða litur kemur á skírteinið á hverju ári. Það er einfalt að skrá sig í félagið, það er gert hér á síðunni, félagsgjaldið aðeins 2500 kr. Við sendum svo kröfu í heimabankann fljótlega eftir Lesa meira →

Síðasti Volvo dísel bíllinn í sænsku verksmiðjunni

Í þessari viku rann upp söguleg stund í Torslanda Volvo verksmiðjunni í Svíþjóð. Eftir 45 ár, síðasti díselbíllinn, XC90, rúllaði af framleiðslulínunni, sannarlega söguleg stund. Þessari sögulegu stund var fagnað með því að stilla upp einum fyrsta dísel volvo bílnum, Volvo 244 og síðasta XC90 bílnum með dísel vél. Viðburðurinn markar mikil tímamót í 97 ára langri sögu fyrirtækisins. Með Lesa meira →

Aðalfundi lokið

Þá er aðalfundi félagsins í ár lokið. Mætingin fín, 16 manns skráðir á fundinn í ár. Hefðbundin aðalfundarstörf og einn nýr maður í varastjórn. Bjóðum hann innilega velkominn.  Léttar veitingar að vanda og góðar umræður. Sérstakur ferðafundur var í lok fundar þar sem rætt var um ferð til Svíþjóðar þar sem félagið skipuleggur viðburði í ágúst. Þökkum þeim sem komu Lesa meira →