Volvo 740 GL 1991 beinskiptur

Andri Hlífarsson auglýsti þennan fallega Volvo 740 til sölu í byrjun ágúst. Bíllinn er árgerð 1991, kom á götuna 21.12.1990 og hefur væntanlega farið í einhvern jólapakkan það árið. Bíllinn er beinskiptur, en ekki margir þannig eru enn hér á landi af 740 bílunum. Aksturinn 190.000 km. Smá yfirborðsryð samkvæmt seljenda og smurbók frá upphafi. Snyrtilegur bíll með ljósri innréttingu. Lesa meira →

Volvo 240 GL 1987 B230K

Elvar Þór Sturluson auglýsti þennan gullitaða Volvo 240 GL til sölu í lok ágúst 2023. Bíllinn kom á götuna 25.9.1987 en er árgerð 1988. Vél B230K. Sjálfskiptur með brúnni innréttingu. Aksturinn er kominn í 312.000 km. Ryð og viðhald liggur fyrir, en þessi bíll hefur verið á götum Reykjavíkur undanfarin ár. Var auglýstur á 250 þús eða tilboð. Ýmsar viðgerðir Lesa meira →

Volvo 740 frá 1991 auglýstur til sölu

Þessi glæsilegi Volvo 740 GL árgerð 1991 var auglýstur til sölu í lok ágúst 2023. Bíllinn hefur verið í Laugarneshverfinu undanfarin ár og verið hverfinu mikil prýði. Bíllinn er vel með farinn og ekinn 225.000 km. Sjálfskiptur með gráum sætum. Vélin B200E. Bíllinn er skoðaður til 2025. Bíllinn kemur á götuna 26.4. 1991. Þessum bílum hefur farið ört fækkandi hér Lesa meira →

Einn glæsilegasti og kraftmesti Volvo 240 á landinu til sölu

Einn glæsilegasti og öflugasti Volvo 240 á landinu var nýlega auglýstur til sölu á 3,5 milljónir króna. Ekki oft sem maður sér slíkt verð á Volvo 240 bílum nú til dags. Bíllinn er nánast ryðlaus og mikið breyttur af síðasta eigenda. Vélin er 4.6l Modular Ford V8 álmótor, 32ventla, 4.75l stroker-kit frá MMR. Vortech V2 supercharger með water to air Lesa meira →

Flottur Volvo 850 kominn í fornbílaflokkinn

Þessi rauði Volvo 850 var auglýstur til sölu á ágústmánuði 2023 á samfélagsmiðlum. Árgerðin 1995 og því orðinn fornbíll og ágætis efni í slíkan bíl. Sjálfskiptur og ekinn 260 þúsund km. 2.0 lítra vél og leður í sætum. Tók sérstaklega eftir hversu flottur hann er inni með þessum rauðu mottum.

Glæsilegur Volvo 940 SE sendur á Samgönguminjasafnið í Stóragerði

Þessi glæsilegi Volvo 940SE var nýlega auglýstur til sölu og var óskað eftir tilboðum. Á endanum ákvað eigandinn bíllinn yrði bestur geymdur á Samgönguminjasafninu í Stóragerði. Áhugasamir geta því séð þennan stórkostlega bíl þar til sýnis í framtíðinni. Þetta voru sannkallaðir forstjórabílar þegar þeir komu hingað til landsins og er þessi sérlega velbúinn og hefur kostað sitt á sínumtíma. Einn Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 144 árgerð 1973 til sölu

Nýlega birtist þessi stórglæsilegi og appelsínuguli  Volvo 144 Deluxe árgerð 1973 á nokkrum samfélagsmiðlum og auglýstur til sölu. Bíllinn er sagður allur orginal með sama eiganda í 40 ár og hefur verið geymdir inni í 45 ár. Einstakur bíll í upprunalegu ástandi og vonandi kemst þessi bíll í góðar hendur. Bílinn er ekinn 106 þúsund km. Beinskiptur og 90 hestöfl. Lesa meira →

Þegar konur völdu Volvo XC60 kvennabíl ársins

Það er yfirleitt ekki flókið að sannfæra konu um hvaða bíl skuli kaupa þegar fjölskyldan er annars vegar. Þær hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum hlutum bílsins. Hérna er skemmtileg frétt þegar kvenkyns bifreiðablaðamenn komu saman og völdu bíl ársins, árið 2009. Kynþokki bílsins skoraði t.d. lágt. Fréttin birtist upphaflega á volvocars.com, en hefur verið þýdd yfir á íslensku. Volvo XC60 Lesa meira →

Vill frúin gulan Volvo?

Volvo hefur í gegnum tíðina birst okkur í mörgum góðum litum. Gulur er einn þeirra, en þeir eru þó fágætir hér á götum. Frúin góða uppljóstraði því nýlega upp að það væri hennar draumur að eignast gulan bíl. Ritstjórinn hér fór því að hugsa málið og athuga hvað væri í boði. Sumir hafa hreinlega málað gamla bíla gula, aðrir greitt Lesa meira →

Góð mæting á grillviðburð í Guðmundarlundi

Í gær, 2. ágúst, héldum við seinni grillviðburð sumarsins þegar við tókum á leigu svæði í Guðmundarlundi fyrir félagsmenn til að hittast og borða pylsur og meðlæti. Rúmlega 30 manns mættu og margir tóku fjölskyldur með. Veður var frábært og heppnaðist grillið vel. Þetta er viðburður sem við höfum haldið frá árinu 2016, en með hléum þegar samkomutakmarkanir voru. Þetta Lesa meira →

Volvogrill í Guðmundarlundi 2.ágúst kl.18:00

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir sínum öðrum grillviðburði í sumar og í þetta skiptið ætlum við að halda hann í Guðmundarlundi í Kópavogi, miðvikudaginn 2.ágúst kl. 18:00. Félagið tók á leigu grillsvæði sem kallast Grillflötin og eru leiktæki á flötinni en einnig er stórglæsilegur minigolf völlur og einnig 10 körfu folf völlur á svæðinu ef félagsmenn vilja nýta ferðina. Grillflötin er Lesa meira →

Amazon 1966 til sölu á Íslandi

Glæsilegur Volvo Amazon er nú til sölu á Íslandi. Árgerðin er 1966. Bíllinn er með B20 vél og er sjálfskiptur, sem er nú ekki algengt í þessum bílum. Þessi vagn er uppgerður á Íslandi og er ásett verð 2.290 milljónir. Núverandi eigandi er Gíslína Einarsdóttir, áður, Ólafur Gíslason frá 2020. Eldri eigendur: Auðunn Jónasson frá 2016-2020. Skráður á Selfossi á Lesa meira →

Fleiri myndir úr grill viðburðinum

Birtum hérna fleiri myndir úr síðasta grilli sem var afar vel heppnað og vel sótt af félagsmönnum Volvoklúbbsins og fjölskyldum. Ekki oft sem veður er svona gott á viðburði sem er skipulagður fram í tímann. Þetta grillsvæði er einnig mjög miðsvæðis, en á frekar opnu svæði og óbókanlegt.

Fjölmenni á grill viðburði félagsins

Loksins náðum við að halda grill viðburð fyrir okkar traustu félagsmenn. Síðasta grill var haldið 2022 í Mosfellsbæ í eftirminnilegum viðburði en áður höfðum við grillað 2016-2019 í Guðmundarlundi og Gufunesbæ. Nú vorum við að á nýjum stað í Laugardalnum á glænýjum grillstað sem opnaði nú í sumar rétt við Þróttaravöllinn. Það komu yfir 30 manns á þennan viðburð enda Lesa meira →

Volvo grill á fimmtudaginn á nýjum stað

Þá er loksins komið að Volvo grill viðburði fyrir félagsmenn. Þessi viðburður hefur fallið niður síðustu ár vegna samkomutakmarkanna og veðurs. Við ætlum að bjóða félögum okkar í grill, fimmtudaginn 6. júlí kl. 18:30, við nýtt grillsvæði í Laugardalnum í Reykjavík. Svæðið er fyrir aftan Þróttaravöllinn og er best að leggja við Laugardalshöllina og fara göngustíginn aftan við knattspyrnuvöll Þróttar. Lesa meira →

Frægur hönnunarstjóri Volvo cars látinn

Volvo cars hefur tilkynnt að Peter Horbury, sem var hönnunarstjóri hjá Volvo í rúman áratug, er látinn 73 ára að aldri. Peter Horbury var gríðarlega mikilvægur starfsmaður fyrir Volvo Cars. Í tvö tímabil sem hönnunarstjóri Volvo Cars, fyrst árin 1991 – 2001 og aftur árin 2010 – 2011, var Peter mikilvægur í sköpun og innleiðingu á nýju nútíma hönnunarmáli fyrirtækisins. Lesa meira →

Volvo PV544 spyrnubíll á Íslandi

Það er ekki oft sem það sést í Volvo á kvartmílubraut. En hér á Íslandi er til einn af eldri gerðinni, Volvo PV544 árgerð 1963. Eðlilega þá er ekkert upprunalegt af undirvagni. En yfirbygging er upprunaleg. Það er alveg óhætt að segja að það fer þessum PV544 mjög vel að vera í spyrnu og er nokkuð sexý. Þessi Volvo PV Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 2023

Laugardaginn 3.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegum viðburði þar sem við hvetjum áhugafólk um Volvo til að taka smá rúnt með okkur á Hvolsvöll þar sem hjónin Þór og Helga hafa alltaf tekið vel á móti hópnum og inni á kaffihúsinu þeirra Eldstó er notalegt að sitja og spjalla. Hópurinn hittist á Vesturlandsvegi þar sem var farið yfir bílaflotta þeirra Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 2023

Laugardaginn 3.júní stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir einum af árlegu viðburðum sínum. Suðurlandsrúnturinn er rótgróinn viðburður sem hefur oftast verið mjög vel sóttur. Engin krafa er um að vera skráður meðlimur í þennan viðburð þannig að þeir sem eru ekki meðlimir gefst kostur á að mæta og hitta þennan skemmtilega hóp. Upphafspunktur viðburðsins er við bensínstöð Orkunnar við Vesturlandsveg og er Lesa meira →

Volvo C306 á Íslandi

Það er ekki á hverju ári sem hægt er að sjá Volvo C306 trukkinn hér á Íslandi. En nú er einn slíkur til sölu á Bland.is. Þessi bíll er með drif á sex öxlum og framleiddur á árinu 1978. Bíllinn er beinskiptur og ekinn aðeins 13 þúsund kílómetra. Bíllinn er sagður hafa verið sjúkrabíll hjá sænska hernum. Bílarnir voru framleiddir Lesa meira →

Framleiðslumyndir af Volvo C40 í Belgíu

Volvo C40 Recharge bíllinn fór í framleiðslu um haustið 2021 í Ghent í Belgíu. Bíllinn er 100% rafbíll og er hægt að fá sem framdrifinn eða fjórhjóladrifinn hjá Brimborg á Íslandi. Framleiðslan hófst þann 7. október 2021, en C40 bíllinn var aðeins annar Volvo bíllinn sem kom sem 100% rafmagnsbíll. Verksmiðjan í Ghent, sem er ein sú stærast á vegum Lesa meira →

Fleiri myndir frá Safnaferðinni 2023

Safnaferðin okkar var haldin í gær, laugardaginn 29. apríl. Þetta var þriðja árið sem við höfum boðið uppá svona viðburð, en árin þar á undan var farið í Borgarnesferð um miðjan maí mánuð þar sem við tókum þátt í samsýningu þar með Fornbílafjelagi Borgarfjarðar á Brákarey. Eftir að sjá viðburður hætti tókum við upp þessar safnaferðir og hafa þær heppnast Lesa meira →

Safnarúnturinn 2023

Þann 29.apríl stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir viðburði sem heitir Safnarúnturinn. Þetta var í þriðja skipti sem klúbburinn er með þennan viðburð og hefur hann vakið mikla lukku meðal félagsmanna. Ferðin í ár var heldur fámennari en fyrri ferðirnar en mjög góðmenn. Hópurinn kom saman við Bauhaus planið þar sem fólk kynnti sig og fór aðeins yfir bílana hjá hvert öðru. Lesa meira →

Safnarúnturinn 29.apríl 2023

Þá eru línur orðnar skýrar varðandi Safnarúntinn 2023. Upphafspunktur er á Bauhaus planinu og er mæting þar klukkan 10:30 þar sem við tökum létt spjall, skoðum bílana hjá hvor öðrum og spjöllum aðeins. Við leggjum af stað frá Bauhaus klukkan 11:00 og fyrsti áfangastaður er Hernámssetrið í Hvalfirði. Gauji Litli ætlar að taka á móti hópnum og leiða okkur um Lesa meira →

Volvo EX90 kominn í sölu á Íslandi

Brimborg auglýsti á dögunum fyrstu eintökin af Volvo EX90 til sölu í vefsýningarsal sínum. Bíllinn er stórt skref í al-rafmagnaðri framtíðarsýn Volvo og verður eingöngu í boði sem 100% rafmagnsbíll. Bíllinn er gefinn upp fyrir allt að 580-600 km. drægni miðað við WLTP staðalinn sem er nokkuð raunhæfur yfir sumartímann hér á landi og því ólíklegt að eigendur þessara bíla Lesa meira →

Árlegur Safnarúntur Volvoklúbbs Íslands 2023

Þann 29.apríl stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir Safnarúnti. Þetta er viðburður sem við byrjuðum með 2021 og var sennilega fjölmennast viðburður okkar það árið og var einnig vel sóttur í fyrra. Í ár ætlum við að taka stefnuna um vesturlandið en nánari leiðarlýsing verður gefin út þegar nær dregur. Áætluð brottför á laugardeginum er 10:30 frá Bauhaus planinu við Vesturlandsveg. Þessi Lesa meira →

Brimborg stígur enn eitt skrefið í rafvæðingu þungaflutninga á Íslandi

Þessi mynd fer líklega í sögubækurnar en hún er tekin við Hof á Akureyri mánudaginn 10. apríl síðastliðinn af 12,7 tonna Volvo rafmagnsdráttarbíl eftir fyrstu ferð Íslandssögunnar Norður og sama dag aftur til baka til höfuðborgarinnar. Aldrei fyrr hefur svona þungum flutningabíl verið ekið á hreinu íslensku rafmagni þessa leið og reyndar hvergi á Íslandi fyrr en nú. Um var Lesa meira →

Aðalfundi lokið

Við héldum okkar árlega aðalfund í vikunni og var mæting ágæt, eða 12 manns í sal og tveir stjórnarmenn. Tveir nýir menn voru í framboði til stjórnar. Vilhelm Jón bauð sig fram sem aðalmann og Sigurður Magnússon sem varamann. Voru þeir báðir réttkjörnir með samþykki aðalfundar. Bjóðum þá báða velkomna í stjórn. Aðrar breytingar voru ekki og hyggst stjórnin hittast Lesa meira →

Félagsskírteini og fréttabréf komið í dreifingu

Félagsskírteini, fréttabréf og gjöf til félagsmanna eru nú í dreifingu hjá Íslandspósti. Sendingin fór í pósthús á föstudaginn og fyrstu aðilar fengu sendingar í gær. Landsbyggðin virðist vera á undan að fá dreifingu eins og oft áður. Í ár er nýr litur á skírteininu og merking vegna 10 ára afmælis. Veglegt fréttabréf og gjöf fylgir sendingunni sem nýtast vonandi öllum. Lesa meira →

Pétur Jóhann prófar Volvo C40 rafmagnsbíl

Grínistinn, leikarinn og podkastarinn Pétur Jóhann Sigfússon er með vefþætti sem kallast Pétur prófar. Nú síðast prófaði hann Volvo C40 Recharge rafmagnsbílinn. Hann fór í rúntinn og skoðaði bílinn hátt og lágt. Hægt er að horfa á upptökuna hér neðar í fréttinni. Sjáið hér Pétur prófar Volvo C40 Recharge rafbíl. – Einstök hönnun – Frábær drægni allt að 444 km Lesa meira →