MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi í samstarf við Bleiku slaufuna í sjötta sinn

Undanfarin 5 ár hefur hluti af söluágóða Nokian gæðadekkja hjá MAX1 runnið til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi ganga nú til samstarfs við Bleiku slaufuna í sjötta sinn. MAX1 er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og er sérlega ánægjulegt að fá að halda farsælu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands áfram. Allt frá upphafi samstarfsins hafa viðskiptavinir og starfsmenn Lesa meira →

Flottasti útfararbíll landsins er Volvo V90

Útfararstofa Kirkjugarðanna pantaði fyrir tæpu ári síðan sérhannaðan Volvo V90 fyrir útfararþjónustu. Bíllinn var breyttur hjá Nilsson í Svíþjóð, en bílinn er 85 cm lengri en venjulegur V90 bíll og getur tekið tvær kistur. Bíllinn er nýlega kominn til landsins og bíður nú tollafgreiðslu. Bíllinn er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður.

Kvöldrúntur með Fornbílaklúbbnum

Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir Lesa meira →

Uppfærð afsláttarkjör hjá Orkunni

Volvofélagar fá nú meiri afslátt hjá Orkunni samkvæmt nýju samkomulagi. Afslátturinn er nú 11 kr. Hjá Orkunni (fyrir utan lægstu stöðvarnar þrjár þar sem afsláttur gildir ekki). Ein króna af hverjum lítra rennur til Volvoklúbbs Íslands. Skrifa þarf volvo í reitinn hópur í umsóknarferli. Hægt er að sækja um aðild á Orkan.is.

Fjölskyldugrill í Gufunesbæ

Okkar árlega Volvo-grill verður haldið á mánudaginn kemur, þann 22. júlí fyrir félagsmenn. Í ár ætlum við að hittast á nýjum stað, nánar tiltekið í Gufunesbæ í Grafarvogi. Mæting kl. 18:30, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti. Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, svo endilega komið með fjölskylduna á þennan viðburð. Grillið er Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 1. júní

Laugardaginn 1.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir stuttri hópferð um Suðurlandið. Þetta var í sjötta skiptið sem þessi ferð er farin og fyrir suma er þetta orðinn fastur liður í að hefja ferðasumarið. Skipuleggjendur ferðarinnar voru ekki bjartsýnir á góða mætingu þegar í ljós kom að ferðin var farin í samkeppni við flugdaginn, sjómannahelgina og litahlaup en vegna fyrri reynslu á Lesa meira →

Hópakstur um Suðurland

Nú er komið að árlegri ferð um Suðurlandið með Volvoklúbbi Íslands. Ferðin hefur verið farin undanfarin ár og endar á Hvolsvelli. Ferðadagurinn er laugardagurinn 1. júní næstkomandi. Tilvalið að taka fjölskylduna með í þennan akstur eða sameinast í bíla. Þrír félagar úr stjórn klúbbsins munu mæta í ferðina. Brottför frá Shell við Vesturlandsveg stundvíslega klukkan 11:00. Brottför frá N1 Selfossi Lesa meira →

Að heimsækja Volvo – Ferð til Gautaborgar

Þann 27.apríl síðastliðinn heimsótti einn stjórnarmeðlimur Volvoklúbbsins verksmiðju Volvo í Gautaborg. Tekið er á móti hópnum í Visitor Center, þar stóðu nýjir Volvo XC40 og S60 ásamt gömlum Amazon. Í Visitor Center eru einnig afhentir nýjir bílar en á sumum mörkuðum er hægt að óska eftir að fá nýja bíla afhenta í Gautaborg, fá kennslu og prufurúnt á bílnum áður Lesa meira →

Fleiri myndir frá Borgarnesferðinni

Um sl. helgi var fyrsti viðburður sumarsins hjá okkur. Mætingin var góð og hjálpaði eflaust að sólin skein og var gott veður til aksturs þrátt fyrir smá kulda og blástur. Við höfum heyrt frá nokkrum sem fóru í ferðina, og var almenn ánægja með þennan viðburð, sem hefur fest sig í sessi hjá okkur síðustu árin. Við fengum myndir frá Lesa meira →

Hópakstur í Borgarnes

Það er komið að fyrsta viðburði sumarsins hjá klúbbinum. Okkar árlega ferð á Bifhjóla og fornbílasýningu í Borgarnesi  verður farin laugardaginn 11. maí 2019. Við munum hittast á Bílastæði  Bauhaus kl. 11:50 og hefja akstur kl. 12:10. Öllum Volvo bílum óháð aldri er frjálst að mæta. Núna er auðvitað frítt í göngin og einnig frítt inn á sýninguna. Volvo fornbílum Lesa meira →

Félagsskírteini berast eftir helgi

Búið er að pressa yfir 200 félagsskírteini og voru þau send til dreifingaraðila í síðustu viku. Búast má við að skírteinin berist til félaga núna eftir helgina með póstinum. Gerð félagsskírteina er langt ferli, frá hönnun, til samþykktar, til framleiðslu, til pökkunar, og loks til dreifingar. Við fá oft fyrirspurnir varðandi skírteinin og reynum að áætla tímasetninguna, en vanalegast berast Lesa meira →

Aðalfundi lokið

Aðalfundur félagsins var haldinn í kvöld. Aðalmenn í stjórn sita áfram en tveir nýjir varamenn voru kosnir í stjórn. Þrjú framboð í bárust í varastjórn og reyndist eitt þeirra ólöglegt. Tólf manns voru á fundinum í dag og telst það ágæt mæting miðað við síðustu ár. Ein breyting á samþykktum félagins var samþykkt, og eins var samþykkt að félagsgjald haldist Lesa meira →

Minnum á aðalfundinn 1. apríl

Aðalfundur félagsins verður haldinn 1. apríl 2019, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6.  Gengið inn að framanverðu og niður tröppur. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Auglýst er eftir framboðum varamanna í stjórn félagsins og nefndir. Lagabreytingatillögur og framboð þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Vonumst til að sjá sem flesta. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársreikningar Lesa meira →

Aðalfundur 1. apríl 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn 1. apríl 2019, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6.  Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Auglýst er eftir framboðum varamanna í stjórn félagsins. Lagabreytingatillögur og framboð þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Vonumst til að sjá sem flesta.   Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og fundarritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að Lesa meira →

Volvo S80 hættir akstri eftir 13 ár hjá lögreglunni

Umferðardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur hætt notkun á Volvo S80, merktum nr. 263 eftir dygga þjónustu í 13 ár. Bílinn er nú ekinn um 360 þúsund kílómetra og hefur lengst af verið varabíll hjá umferðardeildinni þegar ekki hefur verið hægt að fara út á mótorhjólum. Lögreglan greinir frá því að bíllinn hafi bilað mjög lítið á þessum tíma og reynst Lesa meira →

Leitum af forsíðumynd í nýtt Volvoblað

Volvoklúbbur Íslands er með í undirbúningi að gefa út afmælisrit á þessu ári. Við leitum nú til félagsmanna um góða forsíðumynd á blaðið og eins efni og myndum fyrir blaðið. Við biðjum þá sem hafa næmt auga fyrir myndatöku að senda okkur mynd af sínum volvobíl. Sérstök valnefnd stjórnar klúbbsins velur svo úr bestu myndina á forsíðu blaðsins. Myndir sem Lesa meira →

Félagsgjald 2019 komið í heimabankann

Kæru félagsmenn. Félagsgjaldið 2019 hefur verið sent út í heimabanka með gjalddaga 15. febrúar. Greiðslan er kr. 2000 og hefur verið óbreytt frá stofnun félagsins. Yfir 200 félagsmenn fá kvittun í ár en sú tala hefur haldist stöðug síðustu ár. Gerð og hönnun félagsskírteinis stendur yfir og í febrúar/mars verður það sent í framleiðslu og þaðan beint til félagsmanna. Á Lesa meira →

Áramótarúntur 2018

Við héldum okkar árlega áramótaakstur í dag eftir hádegið, og hittumst í Laugardalnum kl. 13:00. Það var fremur fámennt á þessum skemmtilega viðburði í ár, en það komu alls sex bílar. Við áttum gott spjall áður en við lögðum af stað í aksturinn sjálfan, en núna fórum við um Vogahverfið að Mörkinni og upp í Smáíbúðahverfið við Sogaveginn. Enduðum hringinn Lesa meira →

Áramótakstur

Eins og undanfarin ár verður Volvoklúbbur Íslands með áramótaakstur á gamlársdag, og er það síðasti viðburður ársins. Í ár hittumst við kl. 13:00 á gamlársdag, 31. desember, á bílastæðinu við Skautasvellið í Laugardal. Áætlað er að akstur hefjist kl. 13:20. Þaðan verður ekið í gegnum hverfið og upp í Smáíbúðarhverfi og endað við bílastæðið við Bústaðakirkju við Bústaðaveg og Tunguveg. Lesa meira →

Volvo jólamyndin 1. des

Nú þegar desember mánuður er mættur eru einhverjir farnir að huga að því að sækja sér nýtt jólatré. Félagar okkar í Volvo Museum í Gautaborg hafa þegar sótt sitt tré á þessum einstaka volvo bíl. Þeir félagar sem sækja sér nýtt jólatré á Volvo bíl mega gjarna senda okkur myndir.

5 ára afmælisveisla

Volvoklúbbur Íslands hélt upp á 5 ára afmælið með félagsmönnum í dag sal í Hlíðarsmára. Um 30 félagsmenn og fjölskyldur þeirra mættu á samkomuna. Boðið var upp á brauðtertur, afmælisköku, Volvo vöfflur, konfekt og smákökur. Ragnar formaður hélt smá ræðu og talaði um stofnun félagsins og liðna viðburði. Veislan heppnaðist vel í alla staði og þökkum við þeim sem komust Lesa meira →

Afmæliskaffi sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00

Minnum á afmælisviðburðinn, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00 í Hlíðarsamára 9. Volvoklúbbur Íslands fagnar fimm ára starfsafmæli í mánuðinum. Í tilefni þess ætlum við að bjóða félagsmönnum í afmæliskaffi. Veislan verður í sal Fornbílaklúbbsins við Hlíðarsmára 9 í Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi Volvoklúbbsins og þeim er velkomið að bjóða með sér mökum Lesa meira →

Afmæliskaffi sunnudaginn 18. nóvember

Volvoklúbbur Íslands fagnar fimm ára starfsafmæli í mánuðinum. Í tilefni þess ætlum við að bjóða félagsmönnum í afmæliskaffi, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 -17. Veislan verður í sal Fornbílaklúbbsins í Hlíðarsmára 9 í Kópavogi og verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi Volvoklúbbsins og þeim er velkomið að bjóða með sér mökum og börnum. Athugið að Lesa meira →

Íslendingur leikstýrði Volvo auglýsingu í Svíþjóð

Rúnar Ingi Einarsson er 33 ára Íslendingur sem starfar í kvikmyndaiðnaði. Hann er fæddur í Reykjavík og búsettur í Svíþjóð. Hann leikstýrði nýverið auglýsingu fyrir Volvo sem var um hinn nýja Volvo S60. Auglýsingin er rúm mínúta að lengd, en tók heilt ár í vinnslu og voru tökudagarnir alls 11. Þá voru um 60 manna tökulið sem tóku þátt í Lesa meira →

Skemmtilegur hittingur með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbburinn og Fornbílaklúbbur Íslands héldu sameiginlegan viðburð í vikunni, þar sem hisst var niður í Laugardal og ekið um hverfið og endað í ísbúð í Laugarlæk. Það voru 12 volvo bílar á svæðinu en alls voru um 32 bílar með bílum frá Fornbílaklúbbinum. Félagar í klúbbunum spjölluðu saman og tóku myndir áður en lagt var af stað í hópaksturinn. Bíll Lesa meira →

Minnum á hópaksturinn með Fornbílaklúbbinum

Nú er stutt í næsta viðburð sumarsins, en það er hópakstur með Fornbílaklúbbinum, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 19:30 á bílastæðið við Skautasvellið í Laugardal. Það stefnir í góða mætingu, eins og hefur alltaf verið í þessum skemmtilega viðburði síðustu árin. Þetta er klárlega orðið árviss viðburður og einn sá stærsti á vegum klúbbsins varðandi fjölda bíla sem mæta. Minnum á Lesa meira →