Mánudagsmyndin 29. ágúst
Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 145, en framleiðslan á þessum bíl hófst árið 1968.
volvoklubbur.is #Stofnað 2013
Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 145, en framleiðslan á þessum bíl hófst árið 1968.
Það er vel við hæfi að Volvo 140 prýði mánudagsmyndina, en hann er 50 ára í ágúst og fyrsti Volvoinn til að seljast í yfir 1. milljón eintaka.
Mánudagsmyndin er frá Akureyri, 50 ára gamall Volvo Duett, sem kom á götuna 1.1.1966. Ber númerið A-1100. Glæsilegur bíll.
Þetta er mánudagsmyndin. Þessi er alveg hrikalega fallegur og 40 ára, Volvo 244 DL árgerð 1976.
Man einhver eftir þessum? R-20016. Þessi glæsilegi bíll kom fram í falinni myndavél hjá Hemma Gunn árið 1989. Þetta er mánudagsmyndin.
Þessi tilraunabíll er kallaður 40.2, og var frumsýndur 18. maí 2016. (Þessi mynd átti að birtast í gær en kemur í staðinn í dag.)
Þessi glæsilegi tilraunabíll er kallaður Volvo Concept 40.1.
Það er komið að mánudagsmyndinni, Volvo V90 premium estate árgerð 2017. Bíllinn er að rúlla út úr verksmiðjunni.
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna er í dag og því tilvalið að mánudagsmyndin sé af amerískum Volvo. Volvo 262 Coupe Bertone árgerð 1978.
Mánudagsmyndin, Volvo 142 árgerð 1972 og 1971.
Mánudagsmyndin í dag er Volvo V90.
Volvo V40, S60 og XC60 með Polestar útfærslu. Árgerðir 2017.
Volvo V40 T5 R-design, kraftmikill og glæsilegur. Árgerð 2017.
Volvo V40 T5 AWD Cross Country árgerð 2017. Þessi verður lipur borgarbíll.
Gullfallegur V60 Volvo, Mánudagsmyndin þann 23. maí.
Volvo Polestar S60 og V60 er mánudagsmyndin í dag.
Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 740. Bíllinn er árgerð 1984 og er með B23E vél með 405 heddi og M47 gírkassa. Hann er beinskiptur með fjóra gíra og overdrive. Bíllinn er keyrður rúmlega 225.000. þús. km. Bíllinn er fluttur inn frá Þýskalandi árið 1987 og hefur verið á Norðurlandi og Austurlandi, en undanfarið ár verið í Reykjavík.
Mánudagsmyndin að þessu sinni er af bíl formanns Volvoklúbbs Íslands. Þetta er Volvo S80, 2.0T árgerð 2006 og ekinn tæplega 230 þús km. Það var árið 2005 sem Ragnar féll fyrir hvítum Volvo S80 árgerð 1999 sem var til sölu hjá Brimborg og varð hann að eignast þennan bíl. Fyrri eigandi Júlíus Ólafsson hafði sett hann upp í nýjan S80 Lesa meira →
Mánudagsmyndin í dag er af Volvo 245 árgerð 1979 úr Ólafsvík. Bíllinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og aðeins ekinn um 95.000 km.
Mánudagsmyndin er af þessum sérstaka og einstaka Volvo 780, en aðeins er vitað um eitt eintak á landinu. Eigandinn er Þórhallur Arnórsson, eða Tóti í Sjallanum. Svona bíll var aðeins framleiddur í 8518 eintökum. Bíllinn var fluttur inn til landsins árið 2005 og er árgerð 1991. Útlit bílsins og innréttingar eru hannaðar af Bertone.
Í apríl verður mánudagsþemað íslenskar myndir. OK-620, eða Volvo 240 árgerð 1990 er mánudagsmynd vikunnar. Bíllinn hefur átt þrjá eigendur en hann er keyptur í Brimborg árið 1990 af Atla Gylfa Michelsen sem á bílinn í tæp tvö ár og en selur bílinn vegna flutninga til Svíþjóð. Næsti eigandi kaupir bílinn sem er þá ekinn aðeins 6000 km og borgar Lesa meira →
Mánudagsmyndin, Volvo 850 T5-R.
Mánudagsmyndin, Volvo Amazon 221. Sannkallaður fjölskyldubíll.
Þema mánaðarins eru þessir Volvo station bílar sem flestir hverjir hafa verið mjög fjölskylduvænir. Hérna er Volvo 1800 es, sportlegur bíll.
Mánudagsmyndin er af þessum Volvo PV445 Duett. Volvo hefur framleitt fjölskylduvæna station bíla í mjög langan tíma og Duett-inn er sannarlega einn þeirra.
Stórglæsilegur Volvo XC70 árgerð 2016 er mánudagsmyndin í dag.
Þessi stórglæsilegi Volvo XC90 R-design er mánudagsmyndin í dag. Árgerðin er 2016 og liturinn Bursting Blue.
Þessir félagar komu öllum á óvart og unnu European Touring Car Championship keppnina á þessum Volvo 242 Turbó. Þetta eru þeir Gianfranco Brancatelli frá Ítalíu og Thomas Lindström frá Svíþjóð.
Mánudagsmyndin kynnir nú glæsilegan S90 T8, twin engine á 20″ dekkjum.
Fyrsti febrúar heilsar með mánudagsmyndinni. Volvo XC-90 T6 árgerð 2016.