Mánudagsmyndin 2. maí

Mánudagsmyndin er af þessum glæsilega Volvo 740. Bíllinn er árgerð 1984 og er með B23E vél með 405 heddi og M47 gírkassa. Hann er beinskiptur með  fjóra gíra og overdrive. Bíllinn er  keyrður rúmlega 225.000. þús. km. Bíllinn er fluttur inn frá Þýskalandi árið 1987 og hefur verið á Norðurlandi og Austurlandi, en undanfarið ár verið í Reykjavík.

Mánudagsmyndin 25. apríl

Mánudagsmyndin að þessu sinni er af bíl formanns Volvoklúbbs Íslands. Þetta er Volvo S80, 2.0T árgerð 2006 og ekinn tæplega 230 þús km. Það var árið 2005 sem Ragnar féll fyrir hvítum Volvo S80 árgerð 1999 sem var til sölu hjá Brimborg og varð hann að eignast þennan bíl. Fyrri eigandi Júlíus Ólafsson hafði sett hann upp í nýjan S80 Lesa meira →

Mánudagsmyndin 11. apríl

Mánudagsmyndin er af þessum sérstaka og einstaka Volvo 780, en aðeins er vitað um eitt eintak á landinu. Eigandinn er Þórhallur Arnórsson, eða Tóti í Sjallanum. Svona bíll var aðeins framleiddur í 8518 eintökum. Bíllinn var fluttur inn til landsins árið 2005 og er árgerð 1991. Útlit bílsins og innréttingar eru hannaðar af Bertone.    

Mánudagsmyndin 4. apríl

Í apríl verður mánudagsþemað íslenskar myndir. OK-620, eða Volvo 240 árgerð 1990 er mánudagsmynd vikunnar. Bíllinn hefur átt þrjá eigendur en hann er keyptur í Brimborg árið 1990 af Atla Gylfa Michelsen sem á bílinn í tæp tvö ár og en selur bílinn vegna flutninga til Svíþjóð. Næsti eigandi kaupir bílinn sem er þá ekinn aðeins 6000 km og borgar Lesa meira →