Cross Country línan stækkar

Meðan vetur konungur gerir okkur lífið leitt er ekkert skemmtilegra en að láta sig dreyma um að eiga Volvo í XC línunni. Til að byrja með komu þessir bílar eingöngu í 70 línunni frá Volvo og svo fljótlega í 90 línunni. Þeir sem hafa átt bíla í XC útgáfu frá Volvo þekkja þá fyrir afburða aksturseiginleika við erfið skilyrði og því alltaf fylgt því ákveðinn spenningur þegar það kemur nýr bíll með þessum búnaði. Með komu XC 60 og svo síðar V 40 XC hafa margir beðið spenntir eftir að sjá fólksbílana í 60 línunni koma í XC útgáfu. Í lok árs 2014 var V 60 XC frumsýndur og núna í byrjun árs komu svo myndir af S 60 XC og verður að viðurkennast að það væri ekki leiðinlegt að hafa þetta sem fararkost í færðinni sem gengur yfir núna. Til að byrja með verður hægt að fá bílinn með 250 hestafla bensínmótor og 190 hestafla díselmótor en með tímanum verða fleiri vélar í boði.

Volvo-S60_Cross_Country_2016_800x600_wallpaper_01 Volvo-V60_Cross_Country_2016_800x600_wallpaper_06

Fleiri myndir er hægt að finna á t.d.

Frétt frá Volvo um S60 XC

Frétt frá Volvo um V60 XC

Fleiri myndir af Volvo 

Comments are closed.