Danskur bókahöfundur leitar að Volvo 140 myndum

Danski bókahöfundurinn Per Groth hafði samband við Volvoklúbbinn til að fá hjálp við að finna íslenska eigendur af  Volvo 140/142/145/164 bílum. Hann vill komast í samband við slíka eigendur með það í huga að fá ljósmyndir af bílunum til að setja í bók sem hann er að fara gefa út. Bókin verður á dönsku og fer yfir tæknilegar upplýsingar bílanna og vill hann birta myndir frá öllum Norðurlöndunum. Hann skrifaði sambærilega bók um Volvo P1800 fyrir 5 árum síðan og Volvo PV bílana fyrir ári síðan.

Þeir sem eiga svona bíla og vilja taka þátt geta haft samband við Per á netfanginu per@groth.dk eða með milligöngu Volvoklúbbsins.

145_01_maxi

Comments are closed.