Einn glæsilegasti og kraftmesti Volvo 240 á landinu til sölu

Einn glæsilegasti og öflugasti Volvo 240 á landinu var nýlega auglýstur til sölu á 3,5 milljónir króna. Ekki oft sem maður sér slíkt verð á Volvo 240 bílum nú til dags. Bíllinn er nánast ryðlaus og mikið breyttur af síðasta eigenda. Vélin er 4.6l Modular Ford V8 álmótor, 32ventla, 4.75l stroker-kit frá MMR. Vortech V2 supercharger með water to air intercooler. Jói ÖK er eigandi bílsins þegar þetta er birt hér á síðunni í ágúst 2023. Þetta er alvöru bíll fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á breyttum bílum. Fram kom að hann væri opinn fyrir tilboðum.
Nánar um allar breytingar:
Volvo 240 árgerð 1988, nánast ryðlaus, mikið breyttur!
– 4.6l Modular Ford V8 álmótor, 32ventla, 4.75l stroker-kit frá MMR
– Vortech V2 supercharger með water to air intercooler
– Tremec 3650 gírkassi, með nýjum legum sincro-um, Fidanza ál svinghjól, Mcleod twin plate kúpling
– Holley HP efi vélartalva, Holley ethanol sensor, Holley 3.5″ snertiskjár, ARP heddstöddar, MLS Cometic heddpakkningar, MSD háspennukefli og kertaþræðir, stífari ventlagormar, 2stk Aeromotive 340 in tank bensíndælur, Aeromotive fuel regulator, Ford Racing 80lb/hr spíssar, vírofnar 8an ptfe bensínlagnir, GM map sensor, rafgeymir kominn í skottið í box með rafmagns-hníf, polyurithane mótorpúðar, 3.5″ ryðfrítt púst.
– 9″ Ford hásing með Detroit truetrac læsingu, 3.50 hlutfall, Ford Mustang GT diskabremsur allan hringinn, carbon/ceramic klossar og boraðir/rákaðir diskar í stíl, polyurethan fóðringar í öllum undirvagni, nema fremri í neðri spyrnum aftan, MKM neðri spyrnur að aftan, GAZ coilover að aftan, dubble swaybar conversion að aftan, stillanleg skástífa og efri spyrnur aftan, custom smíðað coilover framan með QA1 gormum.
– Fifteen52 Tarmac felgur, 17×8 að framan (225/45R17) og 17×9 að aftan (255/40R17), 2sett eru af afturfelgum.
– Perragrind og spoiler, svört/hvít innrétting úr Volvo 240Turbo, Recaro körfustólar, 4-punkta veltibogi, grindartengingar, krókur, Pioneer hátalarar og útvarp með bluetooth/aux.
– Bíllinn er dyno-testaður 404hp/450nm út í hjól á ca 10psi á 95oct bensíni, en hægt að búa til meira power með hærri snúning á mótor, koma meira lofti að blowernum eða hreinlega með ethanoli sem bíllinn er gerður fyrir.
– Mótor og bensínkerfi er smíðað til að höndla 800-1000hp.
– Bíllinn er *SpeedHunters approved, en Alen Hazeta frá SH tók af honum myndir og gerði um hann grein;
Myndir koma frá eiganda og Speedhunters.com Alen Hazeta.

Comments are closed.