Einstakur Volvo S60 til sölu

Alltaf er jafn gaman af því að sjá einstaka bíla og geta sagt frá þeim. Hér er einn slíkur. Aðeins einn eigandi hefur átt þennan bíl og sem kaupir hann nýjan í febrúar árið 2007. Það er ekki það, að þessi bíll er búinn að vera í eigu eins eiganda í 14 ár sem er einstakt við þessa bifreið heldur er það að bíllinn er ekinn aðeins 3.392 km.

Eins og má sjá á myndum þá er allt inn í bílnum má segja ónotað. Að sögn eiganda þá er enn nýja lyktin inni í bílnum. Bifreiðin var tekin af númerum stuttu eftir kreppu og er búinn að vera í bílskúr síðan. Bíllinn er til sölu núna og þarf að komast í góðar hendur, einhvers sem getur hugsað vel um hann.

Það er nýbúið að skipta um tímareim, bremsudiska og klossa í þessum einkstaka bíl.

Erfitt er að verðleggja svona safngrip. Hugmynd eigandans er að fá tilboð og áhugasamari geta haft samband við Bjarna í síma 8937263 eða Guðfinnu í síma 6657543.

 

Comments are closed.