Engir tveggja dyra Volvo framleiddir á næstu árum

Volvo frumsýndi tilraunabílinn Volvo Coupe Concept árið 2013 sem hlaut góða dóma. Ekki er reiknað með að hann fari í framleiðslu næstu árin eins og staðan er núna. Kynnt hefur verið að Volvo muni leggja fókus á 40, 60 og 90 seríuna hjá sér, og þar eru engir tveggja dyra bílar sem munu verða framleiddir næstu 4 árin. Þetta kemur fram í viðtali við Anders Gunnarson hönnuð hjá Volvo í blaðinu Auto Express. Hann segir þó áhugann vera fyrir hendi en ólíklega verið af því næstu árin þar sem mesti fókusinn núna sé á XC90 bílnum.

volvo-concept-coupe

Comments are closed.