Fágætur V90 á Íslandi

Volvo V90 var arftaki Volvo 960 Estate og voru nánast eins í útliti fyrir utan innréttingar og liti. V90 var aðeins framleiddur á árunum 1997-98 og í 9067 eintökum. Þessir bílar eru afar sjaldgæfir á Íslandi, en nýverið var einn slíkur auglýstur til sölu á netinu.

Bíllinn á Íslandi er með línu sex vél, 2.9 lítra og ekinn aðeins 160 þús. Ásett verð er 950 þús.

v90-1 v90-2 volvo-v90

Myndir frá Bílasölunni Planinu.

Comments are closed.