Stjórn Volvoklúbbsins stóð fyrir viðburði 2. október síðastliðinn þegar farið var í safnaheimsókn á Esso safnið í Skútuvogi.
Við fengum höfðingjalegar móttökur frá safnverði og starfsmönnum safnsins, en það er rekið í sjálfboðavinnu starfsmanna N1. Mæting félagsmanna var afar góð en um 25 manns mættu. Safnið kom verulega á óvart og er mikið af safnmunum sem vekja áhuga. Þá eru nokkrir skemmtilegir bílar inni á safninu sem hafa flestir sögu að geyma. Þarna má líka finna gamlar bensíndælur og fyrstu bensíndæluna sem var í sjálfsafgreiðslu. Fyrrum forstjóri Esso keyrði um á glæsilegum Volvo, og náðum við mynd af þeim bíl úr ljósmyndamöppu. Skrifstofa hans er einnig til sýnis á safninu.
Þökkum þeim sem mættu á þennan frábæra viðburð.



























