Félagsgjald 2019 komið í heimabankann

Kæru félagsmenn. Félagsgjaldið 2019 hefur verið sent út í heimabanka með gjalddaga 15. febrúar. Greiðslan er kr. 2000 og hefur verið óbreytt frá stofnun félagsins. Yfir 200 félagsmenn fá kvittun í ár en sú tala hefur haldist stöðug síðustu ár.

Gerð og hönnun félagsskírteinis stendur yfir og í febrúar/mars verður það sent í framleiðslu og þaðan beint til félagsmanna.

Á næstu vikum mun svo dagskrá ársins liggja fyrir og munu viðburðir verða kynntir hér á síðunni.

Comments are closed.