Kæru félagar. Félagsgjaldið fyrir árið 2022 er orðið sýnilegt í heimabankanum ykkar. Gjalddaginn er 1. desember og eindaginn 3. janúar 2022. Gjaldið er óbreytt frá stofnun félagsins, 2000 kr.
Skírteini og fréttabréf verða send út eftir miðjan janúar 2022 til félagsmanna. Viðburðir næsta árs verða kynntir ásamt helstu fréttum ársins.
Yfir 300 félagsmenn eru í félaginu og nýskráningar hafa aldrei verið fleiri. Hvetjum félagsmenn til að greiða tímanlega svo ekki verði töf á afgreiðslu skírteina í janúar.
Minnum á að auðvelt er að skrá sig í félagið á forsíðu volvoklubbur.is.
Minnum einnig á að senda okkur póst ef heimilisfang breytist svo félagaskráin sé uppfærð og rétt.