Félagsskírteini 2020 og 2021

Kæru félagar.
Í dag sendum við síðustu skírteinin til meðlima fyrir árið 2020 frá okkur. Við erum með nokkur skírteini sem hafa ekki skilað sér á rétta staði og fengum endursend. Við ætlum að senda þau á nýjustu heimilisföng samkvæmt þjóðskrá.
Um næstu mánaðarmót sendum við kröfu vegna árgjalds í félagið fyrir árið 2021. Það er fyrr en við erum vanir að gera en með því stefnum við á að geta sent félagsskírteinin frá okkur strax í janúar á næsta ári. Við vonum að félagsmenn verði ánægðir með þessa breytingu.
Í leiðinni viljum við þakka öllum þeim sem styðja við þetta áhugamannafélag og vonum að við sjáum sem flesta á viðburðum næsta árs og minnum á áramótaaksturinn 31. desember, en hann verður auglýstur betur þegar nær dregur.

Comments are closed.