Félagsskírteini, næla og fréttabréf

Kæru félagsmenn. Skírteini ársins 2021 er farin úr prentun og í póstinn. Flestir ættu að fá þetta í dag eða á næstu dögum, eftir dreifingar leiðum póstsins. Með félagsskírteininu í ár fylgir Volvo næla, innflutt af umboðinu á Íslandi og keypt af Volvoklúbbinum. Einnig fylgir árlegt fréttabréf sem verður einnig rafrænt á heimasíðunni okkar.

Við ákváðum á stjórnarfundi á síðasta ári að vera fyrr á ferðinni með skírteinið og tókst sú áætlun vel. Framvegis verður stefnt að þessu að reikningar verði sendir út í desember með greiðsludegi í janúar. Þannig náum við að vera fyrr á ferðinni með þessa hluti.

Við minnum á aðalfundinn sem haldinn verður í mars ef aðstæður leyfa og verður hann auglýstur vel á okkar miðlum.

Við minnum á viðburði sumarsins, þeir verða auglýstir vel með fyrirvara, en við reiknum með að ná að halda okkar hefðbundnu ferðir og hittinga, en alltar möguleiki á að nýjir viðburðir líti dagsins ljós.

Comments are closed.