Félagsskírteini og fréttabréf komið í dreifingu

Félagsskírteini, fréttabréf og gjöf til félagsmanna eru nú í dreifingu hjá Íslandspósti. Sendingin fór í pósthús á föstudaginn og fyrstu aðilar fengu sendingar í gær. Landsbyggðin virðist vera á undan að fá dreifingu eins og oft áður.

Í ár er nýr litur á skírteininu og merking vegna 10 ára afmælis. Veglegt fréttabréf og gjöf fylgir sendingunni sem nýtast vonandi öllum.

Bakvið tjöldin

Það er mikil undirbúnings vinna sem fer í að koma þessari sendingu til félagsmanna og okkar langstærsti kostnaðarliður félagsins. Til að leyfa ykkur að skyggnast bakvið tjöldin, þá byrjar undirbúningsvinna að þessu vanalega á haustin og klárast á fyrstu tveimur til þremur mánuðum ársins.

Í ár létum við Ás styrktarfélag pakka sendingunni í umslag og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Litróf sá um prentun á fréttabréfi og kom það vel út. Gjöf ársins var pöntuð hjá Sérmerkt í Kópavogi líkt og í fyrra. Vörumerking hefur framleitt fyrir okkur félagsskírteini undanfarin ár. Íslandspóstur sér um dreifingu.

 

Comments are closed.