Loksins náðum við að halda grill viðburð fyrir okkar traustu félagsmenn. Síðasta grill var haldið 2022 í Mosfellsbæ í eftirminnilegum viðburði en áður höfðum við grillað 2016-2019 í Guðmundarlundi og Gufunesbæ.
Nú vorum við að á nýjum stað í Laugardalnum á glænýjum grillstað sem opnaði nú í sumar rétt við Þróttaravöllinn.
Það komu yfir 30 manns á þennan viðburð enda veður gott fyrir grill. Að vanda voru grillaðar pylsur og fóru 60 slíkar á grillið ásamt meðlæti.
Þökkum þeim sem komu á þennan skemmtilega fjölskylduviðburð félagsins.