Fjölmennum á áramótarúntinn

Það hefur verið hefð hjá eigendum Volvobíla síðastliðin ár að vera með áramótarúnt, þar sem menn hittast og skoða bílana og spjalla. Á síðasta áramótarúnti voru um 17 bílar sem telst vera góð mæting þrátt fyrir kalt veður sem var þann daginn. Það kom skemmtilega á óvart að Saab eigendur voru með rúnt á sama tíma á sama staða og Volvoklúbburinn.

Við hvetjum því alla sem hafa tíma og áhuga að mæta og áramótarúntinn 2014 sem verður næstkomandi miðvikudag, en hisst verður á neðra planinu við Perluna kl. 14. Nánari lýsing og skráning er á Facebookhópnum.

IMG_9491

Comments are closed.