Sunnudaginn 29.maí næstkomandi verður farinn hinn árlegi Hvolsvallarrúntur. Þetta er tilvalinn sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni. Fjölmennum í þessa frábæru ferð Volvoklúbbsins.
Lagt er af stað frá Shellstöðinni við Vesturlandsveg klukkan 11:00 og frá N1 á Selfossi klukkan 12:00. Þetta verður þriðja ferðin sem farin er á Hvolsvöll og vonum við að sem flestir sjái sér að mæta í þessa ferð (ekki er gerð krafa um að vera meðlimur í klúbbnum) því Þór á Eldstó er höfðingi heim að sækja, kann margar sögur og er skemmtilegur sögumaður. Á Eldstó fást bestu kökur norðan Alpafjalla og ekki leiðinlegt að belgja sig út af kræsingum meðan hlustað er á Volvosögur.