Fjölskylduferð á Hvolsvöll

Það styttist í árlega ferð Volvoklúbbs Íslands á Hvolsvöll. Eins og fyrri ár eru allir Volvoáhugamenn velkomnir að slást með í för. Farið verður frá Shell við Vesturlandsveg klukkan 11:00 þann 25.maí, tekið stutt stopp á Selfossi ef einhverjir vilja bætast í hópinn þar og svo farið í fallegri Volvohalarófu til Hvolsvallar.

Á Hvolsvelli munum við heimsækja Þór, en hann rekur kaffi- og veitingahúsið Eldstó. Þar er hægt að kaupa dýrindis kökur og alvöru hamborgara sem er gott sporðrenna yfir sögum af Volvobifreiðum sem Þór kann ansi margar af.

Stjórn Volvoklúbbs Íslands hvetur Volvoáhugamenn að láta sig ekki vanta.

Æskilegt er að fólk skrái sig í ferðina, annað hvort í gegnum viðburðinn á facebook eða með tölvupósti.

 

Hvolsvallarrúntur á Eldstó 2016

Comments are closed.