Fjölskylduferðin á Hvolsvöll

Laugardaginn 4.júní skelltu nokkrir Volvoáhugamenn sér saman í ferðalag austur á Hvolsvöll. Tilgangur ferðarinnar var að hittast, sjá bifreiðar félagsmanna og hlusta á nokkrar eðal Volvosögur hjá Þór á Eldstó. Bæjarstæðið á Eldstó er skreytt með tveimur glæsilegum Volvobifreiðum og fór Þór yfir sögu þeirra beggja fyrir hópinn. Svo settist hópurinn niður og nærði sig á heimsklassa tertusneiðum. Að þeim loknum voru svo sagðar fleiri sögur af kaupum, sölum og viðgerðum á Volvobifreiðum.

 

Comments are closed.