Fjölskyldugrill í Guðmundarlundi

Volvoklúbburinn stendur fyrir fjölskyldugrilli fyrir félagsmenn, börn og maka, fimmtudaginn 30. júní í Guðmundarlundi í Kópvogi. Veislan stendur yfir frá 17-19. Í boði verða pylsur, drykkir og prins polo.  Til að áætla veitingar þá er nauðsynlegt að skrá sig í viðburðinn á facebook eða með því að senda okkur tölvupóst postur(hja)volvoklubbur.is.

Þetta er nýr viðburður hjá klúbbinum og eru félagsmenn hvattir til að mæta og skrá sig í viðburðinn.

Leiðbeiningar að Guðmundarlundi frá Breiðholtsbraut

  • Guðmundarlundur er rétt hjá hesthúsunum við Heimsenda í Kópavogi (Elliðavatns megin). Breiðholtsbraut er ekin í átt að Víðidal, beygt á ljósunum við Vatnsendahvarf (hjá nýju World Class og Bónus).
  • Keyrt er eftir Vantsendavegi þar til komið er í þriðja hringtorgið þá er tekin síðasta beygjan að Þingmannaleið.
  • Þar er skilti sem segir Heimsendi. Sú gata er keyrð þar til Heimsendi er á hægri hönd og þá á að vera skilti á vinstri hönd sem segir Guðmundarlundur.
  • Keyrt upp á hæðina þar til komið er að skógræktarsvæði með grænu hliði, þar er Guðmundarlundur.

Guðmundarlundur leið vegur

Comments are closed.