Okkar árlega Volvo-grill verður haldið á mánudaginn kemur, þann 22. júlí fyrir félagsmenn. Í ár ætlum við að hittast á nýjum stað, nánar tiltekið í Gufunesbæ í Grafarvogi. Mæting kl. 18:30, næg bílastæði eru á svæðinu. Í boði verða pylsur, drykkir og meðlæti.
Á svæðinu er næg afþreying fyrir börn, svo endilega komið með fjölskylduna á þennan viðburð. Grillið er ætlað fyrir félagsmenn og fjölskyldu þeirra.
Þeir sem ekki hafa komið á þetta svæði áður, þá er keyrt Gullinbrún, yfir ljósin við Fjallkonuveg áfram að Rimaflöt við Gullnesti, þar er beygt til vinstri á ljósunum að Gufunesvegi.
Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.
Endilega skráið ykkur á viðburðinn á fésbókinni og takið fram hversu margir koma, svo hægt sé að áætla veitingar.