Safnaferðin okkar var haldin í gær, laugardaginn 29. apríl. Þetta var þriðja árið sem við höfum boðið uppá svona viðburð, en árin þar á undan var farið í Borgarnesferð um miðjan maí mánuð þar sem við tókum þátt í samsýningu þar með Fornbílafjelagi Borgarfjarðar á Brákarey. Eftir að sjá viðburður hætti tókum við upp þessar safnaferðir og hafa þær heppnast vel og verið eftirminnlegar ferðir fyrir þá sem hafa getað tekið þátt. Við höfum haft fyrir sið að leggja upp frá Bauhaus í þessar ferðir og var engin breyting á núna.
Þessi ferð heppnaðist vel og veður var gott. Við eigum eftir að hafa fleiri viðburði á þessu ári og minnum félagsmenn að fylgjast með heimasíðu og fésbókarsíðunni hjá okkur.
Hugmyndir af söfnum sem félagsmenn vilja heimsækja mega gjarna koma til okkar í pósti, en við höfum verið að miða við þægilega akstursleið frá Reykjavík.
Minnum á stóra myndasafnið okkar hér á vefnum og nýskráningar í félagið eru opnar, og kostar árið aðeins 2500 kr.