Fleiri myndir frá Safnaferðinni um Suðurland

Við höfum bætt við fleiri myndum af okkar frábæru safnaferð um Suðurland sem farin var laugardaginn 18. maí. Eknir voru rúmlega 300 kílómetra leið fyrir þessa ferð en það stoppaði ekki félagsmenn og var mæting mjög fín. Við vorum að auki heppin með veður þessa Hvítasunnuhelgi svo útsýnið á leiðin var frábært, vel sást til Vestmannaeyja og einnig í jöklana á leiðinni.

Við vissum ekki mikið um safnið sjálft á Skógum annað en það sem hægt er að finna á netinu. Það kom því verulega á óvart hversu veglegt safnið er og hversu margir munir og húsakostir eru þarna. Við keyptum leiðsögn fyrir hópinn og bauðst okkur að sjá inn í geymsluna sem er gríðarstór og yfirfull af bílum. Það komur okkur skemmtilega á óvart að þar skyldu leynast Volvo bílar. Einn stór volvo pallbíll frá Vegagerðinni árgerð 1963, einn Volvo 240 sedan árgerð 1987 og einn Volvo station árgerð 1993.

Inn í safninu sjálfu var svo glæsilegur Volvo lapplander árgerð 1981. Að auki margir aðrir eldri bílar af ýmsum tegundum.

Virklega vel heppnuð ferð en næsti viðburður félagsins verður grill, en það verður auglýst vel þegar nær dregur.


 

Comments are closed.