Forstjóri Volvo Cars, Jim Rowan hefur fengið afhent fyrsta tímarit Volvoklúbbs Íslands, afmælistímaritið sem út var gefið í vor.
Eins og mörgum er kunnugt þá var viðburður haldinn í Gautaborg dagana 22.-23 ágúst á vegum Volvoklúbbs Íslands og hafa komið fréttaskot af þeirri ferð hér á síðunni. Við undirbúning viðburðar fengum við aðstoð frá Ellen Björnsdóttur, en hún er íslendingur sem vinnur í höfuðstöðvum Volvo í Gautaborg í Svíþjóð. Hún vinnur með engum öðrum en Jim Rowan, forstjóra Volvo Cars (CEO & President).
Jim Rowan var því miður staddur í Bandaríkjunum er hópurinn var í heimsókn hjá Volvo Car í Gautaborg. En formaður Volvoklúbbsins skyldi eftir eintak af fyrsta tímariti Volvoklúbbsins hjá Ellen til að færa forstjóranum.
Það er ekki annað að sjá að Jim Rowan er glaður með að hafa fengið afmælistímarit Volvoklúbbs Íslands. Við í stjórn félagsins erum mjög stoltir af því að tímaritið hafi ratað í hendur forstjórans, alla leið á toppinn.
Jim Rowan tók við sem forstjóri Volvo Car árið 2022.