Það var ótrúlega vel heppnaður viðburður í samstarfi við Fornbílaklúbbinn í gærkvöldi. Mikill fjöldi bíla og fólks hittust á Skólavörðuholti við Vörðuskóla en þaðan var ekið um miðbæinn, út á Granda og endað í Hörpu. Nokkuð mikið var um túrista og fólk í miðbænum sem veittu bílunum mikla athygli og margir tóku upp símana og myndavélar til að taka upp viðburðinn.
Nokkrar óvæntar lokanir vega urðu á leiðinni en það var vel leyst af forystubílum í hóprúntinum. Það komu 20 glæsilegir Volvobílar og yfir 20 aðrir fornbílar í rúntinn. Aðeins var tekið að skyggja við Hörpuna og því erfitt að ná gæða myndum. Þakkir til þeirra sem tóku þátt, og vonandi verður þetta endurtekið að ári. Þess má geta að einn aðili kom með fjóra volvo bíla, og annar kom alla leið frá Hvolsvelli.