Frábærum áramótaakstri lokið

Við vorum rétt í þessu að ljúka við síðasta viðburð ársins á vegum  félagsins, áramótaakstrinum. Fórum skemmtilega leið í ár, úr Laugardalnum og upp í Grafarholt og strætóleiðina þar í gegn og strandleiðina í gegnum Grafarvog þar sem stoppað var hjá Orkunni. Mætingin var góð en 14 bílar mættu í Laugardalinn og bíll númer 15 kom til móts við okkur á endastöðinni. Veður var milt þrátt fyrir smá frost. Kaffisopinn á Orkunni gerði gæfumuninn fyrir suma meðan aðrir fengu sér ís!  Það tókst vel að halda röðinni og lítið um að slitnaði úr lestinni.

Nokkrir félagsmenn voru að koma í fyrsta sinn, en þetta er svo viðburður sem maður kemst í hátíðarskapið.

Nokkrir fornbílar voru meðal gesta í dag, og stal einn svolítið senunni, Volvo 240 árgerð 1979.

Þökkum öllum þeim sem hafa verið fastagestir á þessum skemmtilega viðburði félagsins á liðnum árum og sendum um leið áramótakveðju til okkar félagsmanna.

Comments are closed.