Frægur hönnunarstjóri Volvo cars látinn

Volvo cars hefur tilkynnt að Peter Horbury, sem var hönnunarstjóri hjá Volvo í rúman áratug, er látinn 73 ára að aldri.
Peter Horbury var gríðarlega mikilvægur starfsmaður fyrir Volvo Cars.
Í tvö tímabil sem hönnunarstjóri Volvo Cars, fyrst árin 1991 – 2001 og aftur árin 2010 – 2011, var Peter mikilvægur í sköpun og innleiðingu á nýju nútíma hönnunarmáli fyrirtækisins. Hann var mikilvægur fyrir allar nýjar gerðir Volvo á tíunda áratugnum, þar á meðal XC90, S80, V70 og verðlaunaða hugmyndabíla eins og umhverfishugmyndabílinn ECC og öryggishugmyndabílinn SCC.
Á tæplega 50 ára ferli sínum var Peter viðriðinn hönnun á meira en 100 bílum, vörubílum, rútum og mótorhjólum. Hann stýrði einnig hönnunarstúdíóum Volvo Car í Svíþjóð, Spáni og Kaliforníu, og síðar í Shanghai.
Meðfylgjandi eru aðeins dæmi um framleiðslu- og hugmyndabíla sem þróaðir eru undir ótrúlegri forystu Peter Horbury:
Volvo 400 röð
Volvo S40 / V40
Volvo C70
Volvo S70 / V70
Volvo S80
Volvo S60
Volvo V70N
Volvo XC90
Volvo C30
Volvo ECC
Volvo SCC
Volvo ACC
Volvo ACC2
Volvo PCC
Volvo PCC2
Volvo VCC

Comments are closed.