Framleiðslumyndir af Volvo C40 í Belgíu

Volvo C40 Recharge bíllinn fór í framleiðslu um haustið 2021 í Ghent í Belgíu. Bíllinn er 100% rafbíll og er hægt að fá sem framdrifinn eða fjórhjóladrifinn hjá Brimborg á Íslandi.

Framleiðslan hófst þann 7. október 2021, en C40 bíllinn var aðeins annar Volvo bíllinn sem kom sem 100% rafmagnsbíll. Verksmiðjan í Ghent, sem er ein sú stærast á vegum Volvo framleiddi áður XC40 bílinn sem var fyrsti 100% rafmagnsbíllinn sem Volvo kom með.

Þessi verksmiðja hafði burði til að framleiða 135.000 bíla árið 2021-2022 eftir stækkun verksmiðjunnar, og var um helmingur framleiðslunnar undir rafmagnsbíla Volvo.

Hreint ótrúlegur bíll sem var sagður framtíðin hjá Volvo af yfirmönnum samsteypunnar.

Comments are closed.