Fréttatilkynning frá Brimborg vegna XC90

Margra mánaða bið bílaáhugamanna lauk í dag þegar Volvo afhjúpaði nýjan Volvo XC90. Mikil eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda markar hann stór tímamót hjá Volvo.

Volvo hefur á undanförnum mánuðum gefið út ýmsar upplýsingar um bílinn. Hann er til að mynda með fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum og býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Volvo hefur einnig gefið út að innanrými Volvo XC90 sé hannað með meiri lúxus en nokkuð innanrými sem hefur áður verið í boði hjá framleiðandanum. Ytra útlit bílsins var svo afhjúpað í dag í Stokkhólmi. Með Volvo XC90 kynna hönnuðir Volvo nýtt útlit sem mun einkenna komandi kynslóðir Volvo bíla.

Volvo XC90 markar nýjan kafla í sögu Volvo

 Volvo hefur unnið að nýjum Volvo XC90 síðastliðin þrjú ár og markar bíllinn upphaf að nýjum kafla í sögu Volvo sem gefur til kynna framtíðarstefnu þeirra í hönnun ásamt úrvali af nýjum sérhönnuðum Volvo tækninýjungum og nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Product Architecture (SPA).

„Dagurinn í dag er einn mikilvægasti dagur í sögu okkar. Við erum ekki einungis að frumsýna nýjan bíl, heldur erum við að endurskilgreina vörumerkið okkar. Þessi dagur markar tímamót fyrir fyrirtækið okkar. Nýi Volvo XC90 gefa tóninn fyrir komandi kynslóðir Volvo bíla“ segir Håkan  Samuelsson, forstjóri Volvo Car.

Nýtt andlit Volvo

 Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem státar af nýju járnmerki Volvo. Járnmerkið sem er á framenda bílsins hefur bæði verið endurhannað og gert meira áberandi en áður. Nýja járnmerkið ásamt nýju T-laga DRL framljósunum sem hafa hlotið heitir Þórshamar eru helstu einkenni nýja andlits Volvo XC90.

„Þegar litið er í bakssýnispegilinn og Þórshamar blasir við verður öllum strax ljóst að þarna er á ferðinni nýi Volvo XC90,“ segir Thomas Ingenlath, aðstoðarforstjóri hönnunardeildar Volvo. „Nýi Volvo XC90 hefur sterka nærveru á veginum.“

Stærri vélarhlíf með nýjum útlínum og skarpari axlarlína sem tengist nýju afturljósunum eru önnur mikilvæg hönnunareinkenni sem framtíðar kynslóðir Volvo munu einnig búa yfir.

Nýr Volvo XC90 verður fáanlegur með allt að 22 tommu felgum sem mun gera ásýnd hans enn kraftmeiri.

Volvo XC90 er án málamiðlana

 Nýi XC90 ber skýr merki um Volvo by Volvo stefnuna. Framúrskarandi samsetning XC90 af lúxus, góðu rými, fjölhæfni, hagkvæmni og öryggi mun færa þennan flokk jeppa á hærra plan, rétt eins og upprunalegi XC90 gerði árið 2002.

“SPA hefur gert okkur kleift að búa til fyrsta jeppann sem er án málamiðlana,” segir  Peter Mertens, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo. “Þú færð lipurð minni og lægri bíls, lúxus innanrými, auk framúrskarandi samsetningu af krafti og litlum útblæstri. Þar sem um Volvo er að ræða, þýðir það að sjálfsögðu besta fáanlega öryggið.”

Ótrúleg samsetning af afli, eyðslu og losun

 Nýi Volvo XC90 mun bjóða upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður.

Líkt og fyrirrennarinn verður XC90 fjórhjóladrifinn og sjö sæta en það sem er fréttnæmast er að hann verður fáanlegur með 400 hestafla vél sem losar aðeins 60 g/km.

Aldrei fyrr hefur jeppi verið fáanlegur með jafn miklu afli samhliða jafn lágri eyðslu og lítilli CO2 losun.

Fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinn á markaðnum

 Volvo XC90 mun búa yfir fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinum sem er í boði á bílamarkaðnum.

Þessi nýi öryggisbúnaður færir fyrirtækið skrefi nær markmiði sínu um að frá 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo.

Öryggisstaðalbúnaður í nýja sjö sæta Volvo XC90 inniheldur tvær nýjungar sem aldrei hafa verið í boði áður: Annars vegar búnað sem er vörn við útafakstur og hins vegar sjálfvirka bremsu ef keyrt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Þessar tækninýjungar sem Volvo heimsfrumsýnir nú, gera Volvo XC90 að einum öruggasta bíl heims.

„Útgangspunkturinn okkar í þróun á öryggisbúnaði er sá sami og fyrir 87 árum síðan: raunaðstæður“ segir Mertens. „Við rýnum í skýrslur og lesum úr tölum. Við förum nýjar leiðir. Niðurstaðan er einn öruggasti bíll heims.“

Áhugaverðir Volvo XC90 tenglar:

 

Comments are closed.