Volvoklúbburinn orðinn 7 ára

Kæru félagar. Félagið okkar er nú orðið 7 ára, en Volvoklúbbur Íslands var formlega stofnaður þann 13. nóvember árið 2013 með fjölmennum stofnfundi. Við héldum síðast upp á 5 ára afmæli félagsins, en sökum stöðunnar í þjóðfélaginu þá verður ekki haldið upp á afmæli í ár með hittingi. Við höfum haldið um 40-50 viðburði frá stofnun félagsins, og erum bjartsýnir Lesa meira →

Félagsskírteini 2020 og 2021

Kæru félagar. Í dag sendum við síðustu skírteinin til meðlima fyrir árið 2020 frá okkur. Við erum með nokkur skírteini sem hafa ekki skilað sér á rétta staði og fengum endursend. Við ætlum að senda þau á nýjustu heimilisföng samkvæmt þjóðskrá. Um næstu mánaðarmót sendum við kröfu vegna árgjalds í félagið fyrir árið 2021. Það er fyrr en við erum Lesa meira →

Notum gjöfina frá Volvo

Það eru ekki allir sem vita að 3ja punkta öryggisbeltið er uppfinning starfsmanns hjá Volvo.  Árið 1959 kynnti Nils Bohlin hugmynd og hönnun sína á 3 punkta öryggisbeltinu. Sagan segir að Volvo sá svo mikið öryggi í þessari hönnun að það var ákveðið að sækja ekki um einkaleyfi heldur gáfu þeir þessa hugmynd áfram í von um að allir bílaframleiðendur Lesa meira →

Skúrahittingur – 1929 árgerð af Volvo vörubíl

Volvoklúbbur Íslands bauð meðlimum sínum að heimsækja Óla Árna en hann hefur síðustu tvö ár verið að endurgera 1929 árgerð af Volvo vörubíl sem hann flutti heim frá Svíþjóð. Þetta er framhaldsheimsókn en klúbburinn stóð fyrir sama skúrahittingi fyrir tveimur árum og því mjög gaman að koma aftur og sjá hvað mikið var búið að gera fyrir bílinn. Bíllinn er Lesa meira →

Hittingur og grill 1. júlí

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og grilli miðvikudaginn 1. júlí 18:30.  Hittst verður við Gullsléttu 12 (áður Lækjarmelur 12 við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg. Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Ólafur hefur síðustu ár verið að gera Lesa meira →

Hópferð Volvoklúbbs Íslands á Hvolsvöll

Sunnudaginn 7.júní stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð um suðurlandið. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá stofnun klúbbsins og fer hópurinn stækkandi með hverju ári. Í þetta skipti lögðu af stað 10 bílar frá Reykjavík og óku í halarófu á Selfoss þar sem 5 bílar biðu á planinu fyrir aftan N1. Smá töf varð á brottför frá Selfossi þar sem á Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn á morgun, 7. júní

Volvoklúbbur Íslands ætlar að fá sér góðan bíltúr um Suðurlandið, sunnudaginn 7.júní. Eins og venjulega er upphafspunktur ferðarinnar við Shell við Vesturlandsveg og brottför fljótlega upp úr kl.11:00. Við tökum svo stutt stopp við N1 á Selfossi en þar hafa alla jafna bæst við nokkrir gullmolar síðustu ár. Frá Selfossi liggur síðan leiðin beint á Hvolsvöll þar sem við reynum Lesa meira →

Keyrður í sína eigin jarðaför í eigin Volvo 240

Volvo dýrkun og ást er erfitt að mæla. En hér er saga sem Friðrik Elís Ásmundsson skrifar á Volvo240fan síðu á facebook og við fengum leyfi til að birta. Þessi magnaða og hjartnæma saga verður að fá vera sögð öllum Volvo áhugamönnum. Sigurpáll Árnason, afi Friðriks fæddist í Ketur í Hegranesi. Hann var kaupmaður í versluninni Lundi í Varmahlíð og Lesa meira →

Árlegur Suðurlandsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Sunnudaginn 7.júni stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri hópferð um Suðurlandið. Þetta er rótgróinn viðburður og verður þetta í áttunda skipti sem þessi viðburður er haldinn og margir sem hafa mætt í öll skiptin. Brottför verður að venju við Shellstöðina við Vesturlandsveg og keyrt í halarófu til Hvolsvallar með stuttu stoppi á Selfossi. Í ár ætlum við að bjóða upp á smá Lesa meira →

Aðalfundur 2020 – 7. maí

Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 18:00,   í neðri safnaðarsal Áskirkju við Vesturbrún 30, fyrir ofan Laugardalinn í Reykjavík. Léttar veitingar í boði. Gengið er inn á vinstri hlið kirkjunnar, við neðra bílastæði. Engir stigar, góð aðkoma. Pössum 2 metra regluna, sleppum því að heilsast. Athugið breyttan fundartíma og breytta staðsetningu, en fundinum var frestað vegna Covid19. Lesa meira →

Skírteini komin í póst

Við höfum fengið fréttir af því að félagsmenn á landsbyggðinni séu farnir að fá meðlimakort frá okkur með póstinum. Með kortinu í ár fylgir einnig penni merktur Volvoklúbbi Íslands og fréttabréf félagsins. Félagar á höfuðborgarsvæðinu ættu að fá sendingu á allra næstu dögum. Við leggjum mikinn metnað í að gefa út þetta veglega skírteini og einnig fréttabréf og í ár Lesa meira →

Volvoklúbburinn á Instagram

Volvoklúbbur Íslands hefur opnað síðu á Instagram, undir slóðinni https://www.instagram.com/volvoklubbur/ . Þarna munum við birta myndir af viðburðum síðustu ára og komandi viðburðum sumarsins. Endilega fylgið okkur á Instagram og hjálpið okkur að stækka samfélagið þar. Við munum bæta við nýjum og gömlum myndum næstu daga og vikur á síðunni.

Volvo talning í samkomubanni

Nú á meðan samkomubanni stendur eru margar fjölskyldur að ganga um hverfin og telja bangsana í gluggunum sem fólk hefur sett út, en það er mjög vinsælt þessa dagana og góð útivera. Við mælum með því að félagar telji volvobílana í sínu hverfi, taki myndir og deili með okkur. Það má fylgja með póstnúmerið þar sem myndirnar eru teknar. Látum Lesa meira →

Aðalfundur 2020

Þessum viðburði hefur verið frestað. Aðalfundur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020, í matsal Brimborgar, Bíldshöfða 6. Fundur hefst kl. 18:00. Léttar veitingar í boði. Vonumst til að sjá sem flesta. Endilega skráið ykkur á viðburðinn á facebook. Dagskrá: Setning fundar Kosning fundarstjóra og ritara Ársreikningar lagðir fram Ársskýrsla stjórnar Kosning varamanna Tillaga að ársgjaldi 2021 Lagabreytingar Önnur Lesa meira →

Íslendingur fann sænska kryppu í hlöðu

Íslendingurinn Guðjón Grétar Aðalsteinsson er búsettur í Svíþjóð (Skáni, Fjälkinge) og starfar þar sem smiður, rekur eigið fyrirtæki og lærir verkfræði í Háskóla. Þar til nýlega var hann ekki með bíladellu, en hann var á Elgs og villisvínaveiðum í Svíþjóð, nálægt Fagerhult í Smálöndum, í leit að næstu bráð. Hann var að gangi nærri skógi og fann þar hlöðu sem Lesa meira →

Volvo 142 í uppgerð

Birgir Örn Birgisson (f.1959) hefur nýlega fest kaup á hvítum Volvo 142 sem var áður í eigu Benedikts Gunnars Sigurðssonar, og síðar hjá syni hans. Benedikt kaupir bílinn nýjan um haustið 1970 og er bílinn 1971 módel, tveggja dyra og var keyptur í Velti á sínum tíma. Bílinn bar númerið X-1295. Sonur  Benedikts eignaðist síðar bílinn og var með hann Lesa meira →

Sænska sendiráðið á Íslandi selur Volvo XC60

Sænska sendiráðið á Íslandi óskar eftir tilboðum í Volvo XC60 D5 árgerð 2011. Um er að ræða lokað útboð og er lágmarksboð 2,3 milljónir. Bíllinn er með lítið tjón á sem er metið á 275.000 kr. Bílinn er aðeins ekinn 59.000 km. Nánari upplýsingar hjá Lars,  861 8822 eða 520 1230. Netfangl: lars.persson@gov.se Einnig eru frekari upplýsingar á bland.is.

Stórglæsilegur Volvo 264 á Íslandi

Við segjum nú frá einum einstökum og glæsilegum Volvo 264 GL árgerð 1982. Bíllinn var nýlega boðinn til sölu á Fésbókarsíðu Volvoklúbbsins á litlar 500 þúsund krónur. Aksturinn aðeins 59.000 km í upphafi árs 2020. Bílinn ber númerið G-1378. Bílinn virðist í algjörum sérflokki, leður á sætum og sjálfskiptur. Bílinn var sunnudagsbíll hjá fyrstu eigendum bílsins og sparlega farið með Lesa meira →

Nýtt volvo ár

Kæru félagsmenn. Volvoklúbbur Íslands hefur nú sent út félagsgjöldin fyrir árið 2020 og hefur gjaldið haldist óbreytt frá stofnun félagsins síðan 2013, eða aðeins 2000 kr. árgjald. Gjalddaginn er 1. febrúar og eindaginn er 15. febrúar. Það stefnir í met ár hvað varðar félagsmenn en síðustu árin hefur aukist jafnt og þétt hjá okkur og eru núna rúmlega 240 félagsmenn Lesa meira →

Áramótaakstri 2019 lokið

Félagar í Volvoklúbbi Íslands kvöddu árið að vanda með hópakstri og spjalli. Þetta er fyrir marga ómissandi partur af síðasta degi ársins. Þeir sem þekkja vel til telja þetta hafa verið fimmtánda árið sem slíkur akstur hefur verið haldinn, óformlega og formlega eftir að Volvoklúbbur Íslands var stofnaður haustið 2013. Dagurinn var frekar blautur og kaldur, en það hefur verið Lesa meira →

Áramótaakstur 2019

Að vanda hittast volvo áhugamenn og konur á gamlársdag. Volvoklúbburinn stendur fyrir viðburði 31. desember, kl. 13:00 við Skautasvellið í Laugardal. Ekið verður af stað 13:20. Akstursleið: Ekið verður Engjaveginn að Glæsibæ og út Gnoðarvoginn að MS. Ekið upp að Miklubraut, að Bíldshöfða og ekið fram hjá Brimborg að Höfðabakka. Ekið upp að Bæjarhálsi, beygt inn Hraubæ og ekið út Lesa meira →

MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi í samstarf við Bleiku slaufuna í sjötta sinn

Undanfarin 5 ár hefur hluti af söluágóða Nokian gæðadekkja hjá MAX1 runnið til Bleiku slaufunnar. MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres á Íslandi ganga nú til samstarfs við Bleiku slaufuna í sjötta sinn. MAX1 er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar og er sérlega ánægjulegt að fá að halda farsælu samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands áfram. Allt frá upphafi samstarfsins hafa viðskiptavinir og starfsmenn Lesa meira →

Flottasti útfararbíll landsins er Volvo V90

Útfararstofa Kirkjugarðanna pantaði fyrir tæpu ári síðan sérhannaðan Volvo V90 fyrir útfararþjónustu. Bíllinn var breyttur hjá Nilsson í Svíþjóð, en bílinn er 85 cm lengri en venjulegur V90 bíll og getur tekið tvær kistur. Bíllinn er nýlega kominn til landsins og bíður nú tollafgreiðslu. Bíllinn er sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður.

Kvöldrúntur með Fornbílaklúbbnum

Þann 28.ágúst síðastliðinn héldu Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands sameiginlegan viðburð fyrir félagsmenn sína. Þátttakendur hittust á bílaplaninu við Skautahöllina í Reykjavík þar sem hópurinn vakti mikla athygli. Um 30 bílar voru þar saman komnir og þar af um 1/3 meðlimir í Volvoklúbbnum. Leið hópsins lá frá Skautahöllinni og upp í Gufunesbæ þar sem hópnum var þjappað saman aftur eftir Lesa meira →