Áramótarúntur 2018

Við héldum okkar árlega áramótaakstur í dag eftir hádegið, og hittumst í Laugardalnum kl. 13:00. Það var fremur fámennt á þessum skemmtilega viðburði í ár, en það komu alls sex bílar. Við áttum gott spjall áður en við lögðum af stað í aksturinn sjálfan, en núna fórum við um Vogahverfið að Mörkinni og upp í Smáíbúðahverfið við Sogaveginn. Enduðum hringinn Lesa meira →

Áramótakstur

Eins og undanfarin ár verður Volvoklúbbur Íslands með áramótaakstur á gamlársdag, og er það síðasti viðburður ársins. Í ár hittumst við kl. 13:00 á gamlársdag, 31. desember, á bílastæðinu við Skautasvellið í Laugardal. Áætlað er að akstur hefjist kl. 13:20. Þaðan verður ekið í gegnum hverfið og upp í Smáíbúðarhverfi og endað við bílastæðið við Bústaðakirkju við Bústaðaveg og Tunguveg. Lesa meira →

Volvo jólamyndin 1. des

Nú þegar desember mánuður er mættur eru einhverjir farnir að huga að því að sækja sér nýtt jólatré. Félagar okkar í Volvo Museum í Gautaborg hafa þegar sótt sitt tré á þessum einstaka volvo bíl. Þeir félagar sem sækja sér nýtt jólatré á Volvo bíl mega gjarna senda okkur myndir.

5 ára afmælisveisla

Volvoklúbbur Íslands hélt upp á 5 ára afmælið með félagsmönnum í dag sal í Hlíðarsmára. Um 30 félagsmenn og fjölskyldur þeirra mættu á samkomuna. Boðið var upp á brauðtertur, afmælisköku, Volvo vöfflur, konfekt og smákökur. Ragnar formaður hélt smá ræðu og talaði um stofnun félagsins og liðna viðburði. Veislan heppnaðist vel í alla staði og þökkum við þeim sem komust Lesa meira →

Afmæliskaffi sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00

Minnum á afmælisviðburðinn, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14:00 í Hlíðarsamára 9. Volvoklúbbur Íslands fagnar fimm ára starfsafmæli í mánuðinum. Í tilefni þess ætlum við að bjóða félagsmönnum í afmæliskaffi. Veislan verður í sal Fornbílaklúbbsins við Hlíðarsmára 9 í Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi Volvoklúbbsins og þeim er velkomið að bjóða með sér mökum Lesa meira →

Afmæliskaffi sunnudaginn 18. nóvember

Volvoklúbbur Íslands fagnar fimm ára starfsafmæli í mánuðinum. Í tilefni þess ætlum við að bjóða félagsmönnum í afmæliskaffi, sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 -17. Veislan verður í sal Fornbílaklúbbsins í Hlíðarsmára 9 í Kópavogi og verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi Volvoklúbbsins og þeim er velkomið að bjóða með sér mökum og börnum. Athugið að Lesa meira →

Íslendingur leikstýrði Volvo auglýsingu í Svíþjóð

Rúnar Ingi Einarsson er 33 ára Íslendingur sem starfar í kvikmyndaiðnaði. Hann er fæddur í Reykjavík og búsettur í Svíþjóð. Hann leikstýrði nýverið auglýsingu fyrir Volvo sem var um hinn nýja Volvo S60. Auglýsingin er rúm mínúta að lengd, en tók heilt ár í vinnslu og voru tökudagarnir alls 11. Þá voru um 60 manna tökulið sem tóku þátt í Lesa meira →

Skemmtilegur hittingur með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbburinn og Fornbílaklúbbur Íslands héldu sameiginlegan viðburð í vikunni, þar sem hisst var niður í Laugardal og ekið um hverfið og endað í ísbúð í Laugarlæk. Það voru 12 volvo bílar á svæðinu en alls voru um 32 bílar með bílum frá Fornbílaklúbbinum. Félagar í klúbbunum spjölluðu saman og tóku myndir áður en lagt var af stað í hópaksturinn. Bíll Lesa meira →

Minnum á hópaksturinn með Fornbílaklúbbinum

Nú er stutt í næsta viðburð sumarsins, en það er hópakstur með Fornbílaklúbbinum, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 19:30 á bílastæðið við Skautasvellið í Laugardal. Það stefnir í góða mætingu, eins og hefur alltaf verið í þessum skemmtilega viðburði síðustu árin. Þetta er klárlega orðið árviss viðburður og einn sá stærsti á vegum klúbbsins varðandi fjölda bíla sem mæta. Minnum á Lesa meira →

Hópakstur með Fornbílaklúbbinum

Volvoklúbbur Íslands og Fornbílaklúbbur Íslands standa fyrir viðburði, miðvikudaginn 22. ágúst. Klúbbarnir hafa verið með sameiginlegan hópakstur síðustu árin sem hefur lukkast vel og mæting verið góð. Þessi viðburður verður með svipuðu sniði og þegar keyrt var um Grafarvog í fyrra, í frjálsum akstri, en ekki ákveðinni leið. Allir volvo bílar eru velkomnir, ekki er nauðsynlegt að vera á volvo Lesa meira →

Góð mæting í fjölskyldugrillið

Volvoklúbburinn bauð félagsmönnum í grillveislu í kvöld í Guðmundarlundi í Kópavogi. Eins og síðustu árin þá var mætingin góð og veður gott. Það voru um 20 sem mættu í grillið, þar af um 9 börn. Boðið var uppá pylsur, drykki og meðlæti. Þakkir til þeirra sem komu, en þetta var þriðja árið sem við bjóðum upp á svona viðburð.

Grill í Guðmundarlundi – miðvikudaginn 8. ágúst

Volvoklúbburinn býður félagsmönnum í Grillveislu, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 18:00 í Guðmundarlundi í Kópavogi. Fyrirvarinn er frekar stuttur núna, en erfitt hefur verið að skipuleggja svona viðburð í ár vegna veðurs nema með skömmum fyrirvara. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn. Skráning á viðburðinn er á Facebook, https://www.facebook.com/events/290511481711518/

Skúrinn – Volvo 244 í turbóvæðingu

Í ónefndum skúr í Kópavoginum er einn Volvo 244 í metnaðarfullum breytingum hjá nokkrum volvo sérfræðingum. Bíllinn er ekki mikið fyrir augað, en vélarrýmið er stórkostlegt. Bíllinn er ljós brúnn árgerð 1983 og var allur orginal áður en þessar breytingar hófust. Þessir ungu menn ætla sér að koma bílnum í drift eða út á spyrnubraut. Vélin er orginal en er Lesa meira →

Það er best orginal

Ein dæmisaga frá Volvoeigenda og félagsmanni klúbbsins. Við heyrðum frá einum góðum félagsmanni sem sárvantaði ný þurrkublöð á XC90 volvo bíl og var hans fyrsta hugsun að þetta væri best að kaupa utan umboðs. Án þess að gera verðkönnun var farið í varahlutaverslun uppi á höfða og keypt þar þurrkublöð sem áttu að passa á bílinn og voru seld sem Lesa meira →

Fimmtugur formaður

Formaður Volvoklúbbs Íslands er 50 ára í dag og viljum við félagar í stjórninni senda honum góðar kveðjur. Ragnar er einn mikilvægasti maðurinn í félaginu, en hann er einn af þeim sem kom félaginu á koppinn og er okkur í stjórninni mjög mikilvægur. Við sendum honum okkar bestu kveðjur, en hann er erlendis á afmælisdaginn.

Volvobílar á 17. júní

Eigendur glæsilegra bíla láta gjarnan sjá sig á nýbónuðum bílum sínum á þjóðhátíðardaginn. Í Borgarfirði og á Suðurlandi sást til nokkra slíkra volvo bifreiða í dag. Myndirnar eru fengnar á Facebook. Fornbílaklúbburinn er vanalega við Árbæjarsafnið á þessum degi, og einnig í miðbænum.

Bíladagar 2018 á Akureyri

Við hvetjum félaga í Volvoklúbbinum að hittast og taka rúntinn á Bíladögum sem fara fram dagana 14.-17. júní næstkomandi á Akureyri. Hér má finna upplýsingar um viðburði á Bíladögum Orkunnar og BA 2018. Dagskrá bíladaga 2018 fyrir Áhorfendur Dagskráin verður eftirfarandi: Fimmtudagur 14 júní Buggy Enduro í gryfjunum                          Lesa meira →

Bíltúr á Hvolsvöll á sunnudaginn

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hópakstri á sunnudaginn. Þetta verður fimmta árið í röð sem við stýrum Volvolest að Kaffi Eldstó á Hvolsvelli og hafa fyrri ferðir þótt heppnast mjög vel. Þessi viðburður er opinn öllum, engin krafa um að mæta á Volvo en áhugi á Volvobifreiðum er kostur. Brottför verður kl.11:00 frá Shell Vesturlandsvegi. Frétt um ferðina í fyrra – Lesa meira →

Myndir frá hópakstri í Borgarnes

Eins og síðustu árin þá bauð Volvoklúbbur Íslands upp á hópakstur í Borgarnes á sýningu Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Eins og undanfarin ár hittumst við í góðan tíma á bílastæði Bauhaus og ræddum málin og tókum myndir. Það mættu 7 bílar að þessu sinni og fóru 6 bílar til Borgarfjarðar í hópakstri. Volvoklúbburinn sá til þess að allir fengu miða í göngin. Lesa meira →

Félagskírteini 2018

Félagskírteini 2018 ásamt fréttabréfi er nú komið í póstinn og mun berast ykkur á næstu dögum. Viðburðir ársins ásamt öðrum fréttum má finna í fréttabréfinu. Góð regla er að hafa skírteinið með á viðburði félagsins, en í sumum tilfellum þarf að sýna skírteinin. Minnum á að félagskírteinið veitir aðgang að ýmsum afsláttum, t.d. hjá Brimborg, Aðalskoðun, Paulsen, Orkunni, og Bílhúsinu. Lesa meira →

Hópakstur í Borgarnes

Hin árlega ferð til Borgarfjarðar á Mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar verður farin laugardaginn 12. maí. Hisst verður kl. 11:30 á bílastæðinu við BAUHAUS, Lambhagavegur 2-4. Áætluð brottför til Borgarfjarðar verður um kl. 12:00. Hittumst tímanlega og tökum myndir og spjall. Þeir sem hafa farið áður í þessa ferð eru beiðnir um að vera með fremstu Lesa meira →

Frábær mæting á fyrsta viðburð ársins

Volvoklúbburinn stóð fyrir hittingi í Mosfellsbæ í gær þar sem Ólafur Árnason bauð okkur í skúrinn sinn og sýndi okkur verkefnið sitt. Hann er að gera upp frá grunni Volvo LV63 vörubíl, árgerð 1929. Þetta mun vera elsti Volvo bíll á Íslandi. Hann flutti bílinn inn fyrir nokkrum árum og lét smíða í hann nýtt farþegahús auk þess að hafa Lesa meira →

Nýr volvo sýningarsalur hjá Brimborg

Brimborg hefur opnað nýjan og glæsilegan volvo sýningarsal við Bíldshöfða 6.  Framkvæmdir hófust 15. desember og lauk 25. apríl síðastliðinn. Salurinn er hannaður með arkítektum Apparats samkvæmt ströngustu kröfum Volvo. Gengið er inn um nýjan inngang sem er viðarklæddur og færir hlýleika inn í glæsilegt sýningarrýmið. Í salnum er einstaklega fallegt rými þar sem viðskiptavinir Volvo geta haft það notalegt á Lesa meira →

Hópakstur og hittingur

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og hópakstri laugardaginn 5. maí kl. 11:00.  Hittst verður við Lækjarmel 12 (við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg. Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Boðið verður upp á Volvo vöfflur og með því. Lesa meira →

Stjórn endurkjörin á Aðalfundi

Volvoklúbburinn hélt aðalfund á þriðjudaginn síðastliðinn. Dagskráin var hefðbundin þar sem farið var yfir ársskýrslu og ársreikning og borin upp breytingar á samþykktum félagsins. Stjórnarmenn og varamenn í stjórn voru endurkjörnir. Fimm dyggir félagar mættu á aðalfundinn, en það vantaði líka nokkra fastagesti. Samþykkt var að félagsgjaldi yrði áfram óbreytt. Undir liðnum önnur mál, þá var rætt um viðburði sumarsins, Lesa meira →

Aðalfundur þriðjudaginn 3. apríl

Við minnum á Aðalfund Volvoklúbbs Íslands sem verður haldinn þriðjudaginn 3. apríl næstkomandi kl. 18:00 í mötuneyti Brimborgar (gengið inn vinstra megin við aðalinngang). Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf: – Kosning fundastjóra og fundaritara – Ársskýrsla félagsins – Ársreikningar lagðir fram til samþykktar – Kosning til stjórnar félagsins* – Kosning um tvo varamenn í stjórn – Breytingar á samþykktum** – Lesa meira →