Frumsýningarveisla í Brimborg

Við hvetjum félagsmenn til að taka frá laugardaginn 13.apríl en þá ætlum við að frumsýna og afhenda þeim félagsmönnum sem mæta veglegt afmælisrit Volvoklúbbs Íslands. Tímaritið er búið að vera í vinnslu hjá stjórn klúbbsins meira og minna í allan vetur og erum við mjög stoltir af afrakstrinum og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og samgleðjast okkur og vera með þeim fyrstu til að bera afmælisritið augum.

Frumsýningarveislan verður haldin í sýningarsal Volvo fólksbíla (í Brimborg, Bíldshöfða 6) og er gengið inn ártúnsbrekkumegin við húsið. Egill, forstjóri Brimborgar, mun halda fyrirlesturinn “Af hverju hætti Volvo framleiðslu á dísilbílum?” sem er spurning sem brennur á mörgum og verður fróðlegt að fá beint í æð stefnu og framtíðarsýn Volvo.

Viðburðurinn hefst klukkan 11:00 sem er klukkutíma á undan almennri opnun í Brimborg. Léttar veitingar verða í boði og fyrir áhugasama verður hægt að fara í prufuakstur á nýjum Volvo bifreiðum. Einnig verða sértilboð á Volvo gjafavöru til félagsmanna að viðburði loknum.

Þetta er viðburður sem enginn félagsmaður ætti að láta framhjá sér fara!

Skráning á viðburðinn á facebook.

Comments are closed.