Fyrir 50 árum síðan vann Tom Trana Miðnætursólar rallýkeppnina á þessum hvíta Volvo PV 544 en baráttan stóð á milli hans og þeirra Harry Källström (BMC Cooper) og Bengt Söderström (Ford Cortina). Vegalendin var 142 km og lagt var upp frá Stokkhólmi. Mótið var skipulagt af Konunglega Sænska Bílaklúbbinum (Kungliga Automobilklubben). Annar Volvo tók einnig þátt, en það var hinn rauði PV Sport sem ekinn var af Sven Simonsson og Bengt Stålberg. Tom Trana hafið einnig unnið mótið árið 1962, en þá á BMC Cooper.
Þeir sem vilja lesa meira um mótið þá er sænsk síða með mörgum myndum og fróðleik hér.