Fyrsta viðburði ársins lokið

Það var ánægjulegt að geta haldið áramótaaksturinn svona skömmu eftir að honum hafi verið frestað. Veður og færð var mun betri en á gamlársdag, þótt versta veðurspáin sem kom í fjölmiðlum hafi þó ekki komið fram hérna á höfuðborgarsvæðinu á gamlársdag.

Það voru sex bílar sem mættu í Laugardalinn í dag og 2-3 farþegar í hverjum bíl. Aksturinn var stór hringur innan hraðbrauta Reykjavíkur og Kópavogs og endað í bílakjallara í Holtagörðum. Það gékk misvel að halda alveg röðinni, en ýmis ljós og fjöldi bíla hafði þar áhrif. Allir bílar skiluðu sér þó á endastöðina.

Þökkum þeim kærlega sem gátu mætt í dag og gefið sér tíma í hópaksturinn.

Eins og fram hefur komið þá verður félagið 10 ára í haust og stendur til að halda veglega viðburði jafnt og þétt yfir árið.

Comments are closed.