Fyrsti hópakstur ársins – laugardaginn 7. janúar kl. 13:00

Það var leiðinlegt að þurfa fresta áramótaakstrinum, en við viljum endilega halda þennan akstur núna á laugardaginn, þar sem veðurspáin er ágæt og færð í lagi á stofnvegum.

Hringurinn í ár er mest eftir stofnbrautum sem eiga að vera vel aksturshæfar. Akstursleið getur breyst með skömmum fyrirvara.

Mæting kl. 13:00, laugardaginn 7. janúar 2023, á bílastæðið við Húsdýragarðinn /Skautasvellið í Laugardal. Við ætlum að keyra þaðan upp á Suðurlandsbraut að Kringlumýrarbraut og upp á Nýbýlaveg í Kópavogi. Þaðan liggur leiðin áfram í gegnum allt Breiðholtið að Rauðavatni og á Þjóðvegi 1. Keyrum Suðurlandsveginn að Vesturlandsvegi og þaðan upp Sæbraut að Holtagörðum.

Skráning á facebook viðburð hér.

Leiðarlýsing:

Skautasvell/Húsdýragarður
Engjavegur framhjá Laugardalshöll eða Reykjavegi
Reykjavegur að Suðurlandsbraut.
Beygja til vinstri á Kringlumýrarbraut
Kringlumýrarbraut að Nýbýlavegi.
Nýbýlavegur í gegnum Kópavoginn
Áfram í gegnum Breiðholt og Selás að Rauðavatni.
Suðurlandsvegur ekinn inn að Vesturlandsvegi, beygt til vinstri í lykkju.
Vesturlandsvegur að Sæbraut.
Endað á bílastæðakjallara við Holtagarða innst.

Myndin sýnir grófa leið í rauðum lit.

Comments are closed.