Stór skref eru núna hjá Brimborg í orkuskiptum og tímamót í þungaflutningum á Íslandi. Brimborg hefur nú fengið fyrstu rafmagnstrukkana til landsins en það eru 16 tonna Volvo FL Electric sem er í standsetningu hjá atvinnutækjasviði Brimborgar við Hádegismóa. Bílarnir fá í framhaldinu ábyggingu og ásetningu vörukassa.
Ellefu fyrirtæki í átta atvinnugreinum bíða bílanna á Íslandi.
Áhugavert að sjá þessa framtíðarbíla hefja akstur byrja að draga úr koltvísýringslosun og hávaða, bæta loftgæði og auka samkeppnishæfni fyrirtækja þeirra.
Ísland er í kjörstöðu að nýta sér rafmagn beint á þungaflutningabíla.
Myndir með fréttinni tók Egill Jóhannsson, og eru þær birtar með hans leyfi.