Við höfum sagt áður sögu af fyrrum volvo forstjórabíl hér á Íslandi. Volvo 164 sem forstjóri Veltis átti. Var nýskráður á Íslandi 29.02.1972, eða fyrir um 45 árum síðan. Hægt er að lesa söguna hér.
Rifjum hana upp í stuttu máli. Bíllinn er nýskráður 1972, eigandi Gunnar Ásgeirsson forstjóri Veltis. Hann selur bílinn árið 1976 og skiptir svo nokkrum sinnum um eigendur. Árið 1991 kaupir Magnús Ólafsson nokkur þessa bifreið og tekur með sér hana út til Bretlands þegar hann flytur búferlum. Sam Clover, blaðamaður eignast þá þessa bifreið einhverju seinna og auglýsir svo til sölu. Aivis Liepins kaupir þá bifreiðina og hefst þá nýtt ferðalag til Lettlands. Þar átti bifreiðin heima tvö ár og fór Aivis góðum höndum yfir bifreiðina og töfraði fram bílinn í nánast upprunalega mynd. Óhætt að segja lista smíð. Hægt er að sjá myndir hér.
En svo kemur enn eitt ferðlagið. Volvobifreiðin er komin aftur til síns upprunalands, Svíþjóðar. Aivis selur bifreiðina sænskum Volvoáhugamanni að nafni Anton Olafsson. Hægt að sjá myndir hér.
Þessi skemmtilega ferðasaga fyrrum forstjórabíls hefur fengið nýjan kafla í sögu þessa bíls. Vonandi fær hann að vera áfram í góðum höndum hjá svíanum Anton og við óskum honum hamingju með þennan fallega grip sem átti langa sögu hér á Íslandi. Og hver veit nema þessi verði til sýnis fyrir áhugasama.
Höfundur texta: Ragnar Þór Reynisson.