Margir eiga eflaust minningar þegar Brimborg var í Faxafeni 8 og opnaði þar glæsilegan 1000 fm sýningarsal sem þeir kölluðu Bílagallerý. Árið 1989 var hægt að kaupa glænýjan Volvo 740, Volvo 240 og Volvo 440 beint úr þessum sýningarsal.
Í apríl 1989 var Volvo 440 frumsýndur á Íslandi og seldust 32 eintök af bílnum þá helgi og var hann metsölubíll á þeim tíma. Á þessum tíma var Volvo 440 kallaður tímamótabíl og hafði eflaust verðið mikið um það að segja.
Aðrir eiga minningar frá þessum tíma í Faxafeni, en á bílaplaninu voru notaðir volvo bílar og var þetta hluti af bílasölurúntinum á þessum tíma, en þá voru nokkrar góðar bílasölur í Skeifunni og Faxafeni.