Gamla auglýsingin – Sænskur bíll á japönsku verði!

Ætlum að prófa nýjan lið hérna á síðunni sem við köllum Gamla auglýsingin.  Fjölmargar gamlar og flottar volvo auglýsingar eru að finna á netinu, og eru margar þeirra ansi hreint spaugilegar svona mörgum árum síðar.

Fyrsta auglýsingin sem við birtum er frá árinu 1984, en þennan maímánuð var Veltir hf að kynna Volvo 240 sem Sænskan bíl á japönsku verði. Einnig nefna þeir bílinn sem sparneytinn, en þeir sem eiga Volvo 240 þekkja það að ekki eru þeir sparneytnir bílar. Þarna er líka talað um Volvo Öryggi, en það sjáum við ennþá notaða í auglýsingum í dag.

Comments are closed.