Gamla fréttin – Þegar Volvo 240 vann í sparakstri!

Já, ótrúlegt en satt en í maí mánuði 1983 fór fram þessi árlega sparaksturskeppni BÍKR (Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur) en þar sigraði Volvo 240 GL í flokki bensínbíla með vélarstærð 2300CC með 7,3 lítra eyðslu á 100 km. En í flokki 2100cc sigraði Volvo 240DL með 7,35 lítra eyðslu á 100 km. Þetta var auðvitað ekkert annað en stórsigur eins og Veltir HF auglýsti á sínum tíma með þessari skemmtilegu auglýsingu.

Var þessi keppni haldin í samvinnu við Olís og í fréttagrein kemur fram að lagt hafi verið af stað frá Olís í Álfheimum. Keppnin hafi verið tvískipt þetta árið, ekið innanbæjar. Kemur fram þar í frétt að bílarnir hafi fengið 1 lítar á tankinn til að keyra innanbæjar og 5 lítra á tankinn til að keyra utanbæjar. Keppt var í mörgum vélarstærðum.

Af þessari frétt að dæma má ráða að aksturinnn hafi verið þar til bílarnir yrðu bensínlausir.

Comments are closed.