Einn af fallegri Volvo Amazon á Íslandi var til sölu nýverið. Bíllinn er alveg einstakur og uppgerður. Verðmiðinn var 2,5 milljónir og seldist bíllinn á tveimur dögum. Bíllinn var uppgerður árið 1999 og vélarhúsið árið 2016. Bíllinn hefur númerið R-512. Við óskum nýjum eiganda til hamingju með gripinn.
Saga bílsins
Fyrsti eigandinn er sagður vera, Kjartan Jóhannsson, síðar ráðherra og átti til ársins 1971 er Gunnar Melsted keypti hann.Veltir eignast bílinn svo árið 1984 til varðveislu en þegar Brimborg tók yfir Velti var Volvosafnið sem Veltir átti selt og þá kaupir Ólafur Friðsteinsson og setur á bílinn núverandi númer R-512. Ólafur átti bílinn til ársins 1999 en notaði hann lítið. Seldi hann þá Einari Kárasyni sölustjóra hjá Myllunni bílinn og gerði hann mjög mikið fyrir bílinn og lét meðal annars heilsprauta bílinn. Hann selur svo bílinn árið 2003 til Ferðalands sem á bílinn í 1 ár og selur til Axel Wium árið 2004 og á hann bílinn til ársins 2015 og selur til Hjalta Kr. Melsted. Þórir Garðasson er næsti eigandi bílsins og hann selur hann fyrrihluta árs 2017.