Ríkislögreglustjóri hefur fengið sex Volvo V70 bíla sem verða sérútbúnir fyrir lögregluna. Fimm munu fara á höfuðborgarsvæðið og einn á Suðurnesin. Múlaradió hefur gengið frá netbúnaði í bílana, en þar er þessi mynd tekin. Í bílunum verður búnaður sem byggir á finnskri netlausn sem gerir kleift að vinna á lokuðum netum.