Stjórn Volvoklúbbs Íslands sendir félagsmönnum kærar jólakveðjur og þakkir fyrir samskipti og samveru undanfarin ár.
Síðasti viðburður ársins er á gamlársdag og eru nánari upplýsingar að finna á síðunni okkar.
Stjórn félagsins vinnur nú að skipulagningu næsta árs og er verið að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir félagsmenn.
Nýtt félagsár er að hefjast og munum við brátt senda út greiðsluseðla. Þökkum fyrir góðar undirtektir þar.
Gleðilega hátíð kæru volvo áhugamenn.
Stjórn Volvoklúbbs Íslands.