Stjórn Volvoklúbbs Íslands óskar öllum félagsmönnum gleðilegs nýs árs. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu.
Við höfum nú sent út greiðsluseðla í heimabankann sem er á gjalddaga 4. janúar 2021 og eindaga 15. janúar 2021. Við hvetjum félagsmenn til að greiða tímanlega svo hægt verið að senda út félagskírteini og glaðning til sem flestra í einu. Búið er að hanna ný skírteini 2021 og í ár erum við fyrr á ferðinni heldur en undanfarin ár og vonum við að félagsmenn kunni að meta það.
Á árinu 2020 féll aðeins einn fastur viðburður af dagskrá hjá okkur, en það var Borgarnesferðin, en engin fornbílasýning var haldin þar í ár vegna covid. Við náðum að halda aðalfund, vera með grillhitting, Suðurlandsferðin var farin og áramótaaksturinn var á sínum stað. Stefnum á að halda svipaða viðburði á þessu ári með von um að ekki verði samkomubann.
Við héldum nokkra stjórnarfundi á árinu 2020, en voru það stundum fjarfundir. Aldrei hafa verið fleiri félagsmenn og vonandi heldur sú aukning áfram á næstu árum.
Við stofnuðum nýja instagram síðu, þar sem eru núna 144 fylgjendur. Reglulega eru birtar þar myndir, og “Grammari dagsins”. Kíkið endilega Grammið okkar.
Við munum auglýsa viðburði ársins með góðum fyrirvara á okkar samfélagsmiðlum, fylgist vel með.