Við þökkum öllum þeim sem mættu á áramótarúntinn kærlega fyrir þátttökuna. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttir Volvobílar mættu og kynnast öðrum félagsmönnum. Við teljum að það hafi verið 16 bílar sem mættu í dag, sem er líklega það fjölmennasta síðastliðin ár. Það kom skemmtilega á óvart að Saab-klúbburinn var einnig á sama stað með hitting.
Ljósmyndir frá: Haraldur Bogi Sigsteinsson, Ragnar Þór Reynisson.